Dagbók Flosa í Vín: Júródólgur með pulsu í annarri og hvítt krem í hinni!

FullSizeRender_flosi2Flosi okkar er mættur 
í blaðamannahöllina í Vín og 
sendir okkur pistil með 
hugleiðingum gærkvöldsins:

„Þá er ég loksins kominn upp í rúm eftir langt og strangt ferðalag sem byrjaði á Egilsstöðum. Ég er í rauninni með harðsperrur í kinnunum því að allir eru svo yndislegir og hjálpsamlegir. Allt frá frábærri þjónustu hjá Icelandair og Brusselair til hallarinnar þar sem hver og einn einasti bauð okkur velkomin og leiðbeindi okkur í gegnum allt. Það eru meira að segja möppur þar sem þú getur beðið um að fá viðtal við hvert og eitt land. Það er allt í boði í blaðamannahöllinni; kaffi, vatn, snakk, epli og te. Þannig að það á ekki eftir að fara illa um mann þessa 10 daga. Nú er ég kominn upp í rúm og það beið mín 5 kílógramma taska með allskyns góðgæti og upplýsingum um Vín. Þreytumerkin voru greinilega komin í ljós þegar ég hélt á austurrískum pylsum og einhverju hvítu kremi í annarri uppi í rúmi og lagði eitthvað saman þar……já, þá er kominn tími til að sofa. Ég læt ykkur svo vita hvernig fyrsti dagurinn í höllinni fer og heimsókn til Sameinuðu þjóðanna: rabbabbbab, rabbabbab, we’re gonna rabbabbabb tonight.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s