Yfirferð framlaga 2015 – 30/40 – Frakkland

Lag: N’oubliez Pas
Flytjandi: Lisa Angell
Hvenær: Aðalkeppnin 23. maí

Baksagan
Franska lagið í ár er eitt laganna með boðskap. Það ber titilinn „Ekki gleyma“ upp á hinu ástkæra ylhýra og er áminning um að 100 ár voru liðin í fyrra frá upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar og var það frumflutt á minningarathöfn í nóvember síðastliðinn því tengdri. Lisa Angell er þekkt söngkona í heimalandinu og hefur gefið út nokkrar sólóplötur. Hérna leikur hún sér að hinu þekkta lagi Edithar Piaf, L’accordéoniste:

Álit Eyrúnar
Ég kann nánast alltaf að meta frönsku framlögin í Júróvisjón, það er einhver stemming yfir þeim. Ballöður (svona stórar og fínar, eins og þessi) eru líka uppáhalds og þess vegna er franska lagið í uppáhaldi líka. Þetta verður alveg skammarlaus flutningur hjá þeim í ár (ólíkt því í fyrra, ehemm) en er ekki að fara að gera neinar rósir.

Álit Hildar
Þegar ég ætlaði að fara skrifa um lagið þá fattaði að ég var aldrei búin að hlusta á það! Steingleymdi bara Frakklandi, kannski bara af því það hefur farið lítið fyrir þeim í ár. Lagið er alveg dæmigerð frönsk júróvisjon ballaða, ofsalega falleg, vel flutt og pínu auðgleymanleg, að minnsta kosti fyrir okkur sem þykir ekkert  sérlega gaman að hlusta á sungna frönsku!

Möguleikar
Stórþjóðin Frakkar hefur ekki unnið Júróvisjón í heil 38 ár (eða síðan 1977) og þeim gæti eiginlega ekki staðið meira á sama! Þeir halda bara áfram að borga og senda metnaðarfulla tónlistarmenn sem flytja (oftast) gæðatónlist. Í fyrra var þó botninum náð þegar þeir urðu í síðasta sæti, með 2 stig, þegar TwinTwin-djókurinn var þeirra framlag. Það er í raun ómögulegt að spá fyrir um gengi franska lagsins í ár, en til viðmiðunar setja veðbankarnir (Oddschecker.com) franska lagið í 30. sæti.

photo_1422000173

Flestir vildu Piaf sungið geta – og það getur Lisa!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s