Yfirferð framlaga 2015 – 29/40 – Georgía

Lag: Warrior
Flytjandi: Nina Sublatti
Hvenær: Fyrra undankvöld, 21. maí

Baksagan
Nina fékk í lið með sér einn þessara gaura sem eiga rétt á titlinum Hr. Júróvisjón; Svíann Thomas G:son en hann hefur sennilega samið 60+ lög í keppnina sjálfa og hinar ýmsu undankeppnir um alla Evrópu. Hún á þó textann alveg sjálf og við höfum dálítið klórað okkur í hausnum yfir honum: „Not a shabby /or a money maker/World’s gonna light up in peace/Not in shadows/Bright a little/Not your fault you’re just gonna breathe“… ?

Hún rúllaði samkeppninni upp heima í héraði og er búin að gera helling af áhugaverðri tónlist, t.d. þetta hér:

Álit Eyrúnar
Mun betra en hitt Warrior-lagið. Þegar ég komst yfir framburðinn og náði því sem lagið fjallar um ríghélt það alveg, húkkurinn I’m a warrior er mjög sterkur. Ég á ekki von á öðru en Georgía komist áfram í aðalkeppnina þar sem hún er umkringd ballöðum (og síðust á svið, sbr. hér!) Ég hlakka mikið til að sjá hvernig hún kemur út á æfingum og er alltaf að velta því fyrir mér hvernig ég geti notað orðið „oximated“ í setningu!

Álit Hildar
Loksins, loksins þegar eitthvað hresst kemur í þessari ballöðu flóru þá er það hundleiðinlegt. Já, eða kannski ekki endilega hundleiðinlegt, meira svona bara pirrandi – svona álíka pirrandi og litháeska stúlkan sem æpti á athygli í fyrra. Sviðsetning er svo klisjukennd (há leðurstígvél, fjaðraaxlir og litlar leðurstuttbuxur) að ógleðin gerir vart við sig. Boðskapurinn er góður en lagið alveg hreint glatað og ég trúi því varla að höfndurinn sé sá sami og af Euphoriu!

Möguleikar
Georgía er sem stendur í 32. sæti í veðbönkunum (Oddschecker.com) og skv. tölfræði undanfarinna ára ætti framlagið að komast áfram í undankeppnina í fyrra (það hefur verið sitt á hvað, komast áfram eða ekki, undanfarin fjögur ár – og í fyrra komust þeir ekki upp úr undankeppninni).

maxresdefault

Engin orð…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s