Dagbók Flosa í Vín: „Júróvisjón-dólgurinn málar bæinn með glimmersprengjum“

FullSizeRender_flosi2Flosi, þriðja hjólið okkar hér á Allt um Júróvisjón ogsérlegur útsendari í Vín,  ætlar að deila með okkur
reynslunni af Júróvisjón-
landi og senda okkur reglu-
lega pistla:

„Jæja, þá er komið að því koma sér úr kuldagallanum á Fljótsdalshéraði og bruna í bæinn með sól og gleði í hjarta því að sveitalubbinn er á leiðinni til Vínar að mála bæinn í glimmeri. Það er langt ferðalag framundan – 8 tímar að keyra suður og svo 10 tíma flug til Vínar. Það byrjaði kannski ekki alveg nógu vel því að í Álftafirðinum var ég bókstaflega nappaður á háa C-inu  syngjandi This is my life. Já, ég var tekinn af löggunni fyrir of hraðan akstur! Ég þorði nú ekki að segja honum að ég hefði verið að lifa mig inn í lagið að ímynda  mér glimmersprengjurnar út um allt, en það var víst bensíngjöfin. Það er gott að einhver haldi manni á mottunni því að spenningurinn var og er alveg að fara með mig.

FullSizeRender_flosi1Á leiðinni  suður hafði ég nógan tíma til að hugsa og spá í hluti, og ég fór allt í einu að hugsa af hverju ég væri svona mikill aðdáandi keppninnar. Það tók mig nú ekki langan tíma að svara þeirri spurningu; ég er alinn upp við ABBA og Eurovision og það var alltaf partur af menningunni hjá okkur að hafa stigakeppnir og svo framvegis. Ég man eftir mér syngjandi Siggu og Grétar á gúmmítúttunum einum á sveitabænum mínum, Hjaltastað í Hjaltastaðarþingá. Það var sko tekið bókstaflega að “less is more”.  Svo hefur þetta þróast frá því að skemma VHS-spólur við að spóla fram og tilbaka, í að fylgjast með flestum undankeppnum landanna beint á netinu. Hvað gerðist? Hvað gerði það að verkum að ég varð heltekinn? Eftir að ég byrjaði að kenna zúmba  notaði ég meira og meira Euovisionlög. Það var sama hvaða spor ég samdi við Eurovisionlögin, það misstu sig allir í gleði með mér. Það sem ég er nú orðinn frekar þekktur í mínum vinahópi að vera Eurovision-nördið, fæ ég alltaf spurningarnar um hvað mér finnist um lögin í ár, af hverju þessi hafi unnið, þetta lag hafi verið ömurlegt og svo framvegis. Það hafa allir skoðanir þó að margir viðurkenni aldrei meðan þeir lifa að þeir fíli keppnina. Það er að mínu mati galdurinn við Júróvisjón. Það sameinar ekki bara fjölskyldur eins og á litlum bæ á Fljótsdalshéraði, heldur dreifir keppnin gleði, ást og minningum. Allir geta tengt sig við eitthvert ár þegar einhver sem þau fíluðu tók þátt eða nöldrað yfir því hvernig fólk nenni að horfa á þetta. Svo er það blessuð tíkin, pólitíkin! Margir vilja halda því fram að menn múti til að fá stig. Til dæmis var stanslaust talað um Möltu í því samhengi á milli 1990 til 2000 og nú Aserbaídjan. En þessi tík má þó eiga það; hún er skemmtilegasta pólitík sem ég hef kynnst og mæli ég með að stjórnmálamenn kynni sér þá gleði sem fylgir Eurovision. Hver vinnur? Hver er dökki hesturinn? Hvernig mun Íslandi ganga? Þetta og fleira mun ég reyna að deila með ykkur ásamt því að leyfa ykkur að heyra og sjá hvernig Júróvisjón-dólgur missir sig í himnaríki.“

Ein athugasemd við “Dagbók Flosa í Vín: „Júróvisjón-dólgurinn málar bæinn með glimmersprengjum“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s