Yfirferð framlaga 2015 – 28/40 – Grikkland

Lag: One Last Breath
Flytjandi: Maria-Elena Kyriakou
Hvenær: Fyrra undankvöld, 19. maí

Baksagan
Maria-Elena er fædd á Kýpur og er meðhöfundur að laginu sem hún flytur. Hún vann í grísku The Voice-keppninni (ótrúlegt en satt, örugglega sú allra fyrsta í ár *kaldhæðni*) og lifir alla jafna nokkuð eðlilegu lífi við barnauppeldi og kennslu. En ekki núna þegar hún er mætt í Júróvisjón-kúluna! Á fyrstu æfingu hennar kom heldur betur í ljós að dramatíkin er allsráðandi í gríska framlaginu í ár. Hún er að sögn mjög spennt fyrir keppninni og æst í að taka þátt í keppni þar sem alltaf er smá pláss fyrir alla – sem er í raun dálítið góð lýsing á Júróvisjón!

Flutningur hennar á lagi Kelly Clarkson, Because of you, vakti sérstaka athygli þegar hún tók þátt í The Voice.

Álit Eyrúnar
Langsísta framlag Grikkja sem mig rekur minni til! Eruði að grínast hvað þetta er mikið snúsfest? Hvar er skemmtilega poppið? Hvar er gríski dansinn? Hvar er heiti dansarinn sem er í öðru hverju atriði frá þeim (halló Evgenios Buli Jenia úr Opa!) HVAR ER SAKIS!?!? Ég er formlega hætt að halda upp á Grikkland þar til að ég fæ formlega afsökunarbeiðni á þessu bulllagi sem þeir senda í ár. Afsökunarbeiðnin má vera í formi þess að Sakis og Helena Paparizou skiptast á að keppa fyrir Grikkland það sem eftir er, OK?

Álit Hildar

Maður hafði nú haldið að maður gæti stólað á að Grikkir mættu með hressleikan í Júróvisjon! Kannski ekki alltaf besta hressleikann (sbr. rapptrampólínhörmuninga í fyrra!) en hressleika þrátt fyrir það! En í ár  falla þeir í grifju ballöðurnnar og dramans sem einkennir keppnina. Maria getur sungið, engin vafi á því en lagið er bara svo leiðinlegt til lengdar! Rétt eins og Eyrún sakna ég Sakis, Helenu Paparizou, Evgenios og Giorgos!

Möguleikar
Veðbankarnir eru hæfilega bjartsýnir á gengi Grikkja og setja þá í 19. sæti (Oddschecker.com). Grikkir hafa verið meðal þjóðanna sem komast alltaf áfram. En verður þetta svanasöngurinn, þeirra síðasti andardráttur (í bili – þar til á næsta ári)?

130514131801_1227

Maria-Elena með bakraddasöngvurunum og dönsurunum á sviðinu (eða reyndar þeim sem hún býr með)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s