Yfirferð framlaga 2015 – 27/40 – Holland

Lag: Walk Along
Flytjandi: Trijntje Oosterhuis
Hvenær: Fyrra undankvöld, 19. maí

Baksagan
Söngkonan með nafnið sem er ekki hægt að bera fram! Hún fetar i fótspor Anouk (sem er reyndar góð vinkona hennar úr 90’s danstónlistarsenunni í Hollandi) og The Common Linnets sem voru rífandi sökksess í fyrra og flytur lag Anouk. Trijntje hefur unnið með mjög mörgum stórum nöfnum þ.á m. Coolio, Lionel Richie, Queen, Andrea Bocelli og Bobby McFerrin. Hún hefur fengið komment frá hollenskum fjölmiðlum um vaxtarlagið sem þeir vildu meina að hæfði ekki stóra sviðinu í Vín en á fyrstu æfingu gaf hún þeim sannarlega fingurinn þegar hún frumsýndi kjólinn sem hún verður í á sviðinu, hann er heldur betur afhjúpandi!

Trijntje var á 10. áratugnum í hljómsveitinni Total touch sem eins og sjá má hér að ofan algjörlega með puttan á púlsinum þegar kom að 90’s tónlist!

Álit Eyrúnar
Lag sem ég hlusta reglulega á en finnst vera algjört útvarpslag (halló Bylgjan!) og það situr einhvern veginn ekkert eftir. Eh, þangað til á fyrstu æfingu sat ekkert eftir. Nú get ég ekki annað en munað eftir þessum blessaða kjól. Hún púllar hann alveg og hey, öll umfjöllun er af hinu góða; gildir hér sem og annars staðar! Held samt að kjóllinn dugi ekki alveg til að skila henni áfram.

Álit Hildar
Þetta er svona laga sem ég held að mér finnist leiðininlegt en samt hlusta ég einhvern vegin alltaf á það aftur og aftur! Sérstaklega útvarpsvænt lag en kannski ekki líklegt til að gera gloríur í Eurovision.

Möguleikar
Veðbankarnir planta Hollandi í 28. sæti og stöntið með kjólinn gæti hafa átt að hífa það aðeins upp. Við höldum ekki að það hafi virkað!

trijntje-traincha-eurovision

Frá, frá; Trijntje liggur á!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s