„Munum eflaust halda áfram að taka þátt“ – viðtal við Maríu og Ásgeir Orra

Líkt og undanfarin ár tókum við hér á AUJ stutt viðtal við keppendur okkar, svona rétt fyrir brottför. Við hittum Á þau Maríu og Ásgeir Orra þar sem þau voru stödd í stúdíói að taka upp lög á EP-plötu Maríu sem gefin verður út samhliða þátttökunni í Júróvisjón.

Við byrjuðum á að spyrja um stemninguna svona rétt fyrir brottför. Ásgeir sagði hana bara nokkuð góða, stressið væri ekki farið að gera vart við sig, að minnsta kosti ekki ennþá. María sagði að þau væru meira spennt en annað. Undirbúningurinn hafi gengið vel þótt allt hafi verið á svolitlum yfirsnúningi núna á síðustu metrunum. Ásgeir bætti við að væntingarnar í hópnum væru ekki settar of hátt þrátt fyrir það. Fyrst og fremst ætluðu þau að hafa gaman og reyna að komast upp úr undanúrslitunum enda keppnin ólíkindatól sem erfitt væri að spá fyrir um:

„Það reyndist okkur mjög vel að fara út til Rússlands um daginn. María er náttúrlega að koma ný fram á sjónarsviðið og er ekki í neinni æfingu í  svona stórum viðtölum eða blaðamannafundum, og þetta var því mjög góð   
æfing fyrir hana að fara þarna út og fá smjörþefinn af því hvernig þetta verður."

María tók undir það:

„Ég kom fram á risastórum kynningartónleikum og þetta var allt mun 
umfangsmeira en ég þorði að vona. Við erum líka á fullu að undirbúa 
blaðamannafundi og viðbrögð við öllum spurningum blaðamannanna þar. Valli sport hefur verið að preppa mig og æfa mig í spurningum og svörum og mér finnst öll þessi athygli bara jákvæð."
russl_mo2

Sæt í bleiku í Rússlandi.

En hverju megum við áhorfendur búast við á sviðinu í ár? Ásgeir verður fyrri til að svara:

„Það sáu það allir á Íslandi hvað María naut sín vel á sviðinu og atriðið er því þannig að núna er athyglin öll á henni og hún fær úr meiru að moða á sviðinu. Það má eiginlega segja að hún hafi meira frelsi núna og í 
leiðinni eru myndvinnslan og kameruhreyfingar mun betri. Þegar hún er 
þarna ein fær hún meiri closeup og fólk fær að sjá almennilega hvernig 
hún túlkar lagið og missir því kannski ekki eins þráðinn, eins og ef það væru t.d. dansarar og atriðið skotið í meiri víðmynd."

Og María bætir við:

„Atriðið er orðið mjög flott. Eins og Ásgeir sagði er ég náttúrulega ein núna, og ég dansa meira sjálf. Kjóllinn er hluti af atriðinu; hann er 
mjög mikið ég, svona Maríulegur. Það er líka rosalega gott að hafa Selmu Björns með mér með hreyfingarnar og Heru Björk sem er raddþjálfarinn minn - þær eru líka svo sjóaðar í þessu og hafa gefið mér mörg góð ráð."

Ásgeir vildi lítið gefa út um það hvort þau væru tilbúin með sögu sem þau ætluðu að nota til að markaðssetja lagið og atriðið úti á keppninni en sagðist hafa rætt margar hugmyndir við Valla sport sem fer út með þeim sem Head of Press (kynningarstjóri), og að hluti af markaðs-setningunni hefði einmitt falist í því að Frikki Dór færi með út.

Við spurðum Ásgeir einnig út í þátttökuna í Söngvakeppninni en eins og kunnugt er, sendu StopWaitGo-liðar inn lag í fyrra, Dönsum burtu blús með Sverri Bergmann og gekk ekki sem skyldi. Okkur lék því forvitni á að vita hvað var til þess að þeir sendu inn lög í ár:

„Við erum náttúrlega bara að vinna við það að útsetja og semja popp-
tónlist, þannig að þessi keppni er ekkert annað en gerð fyrir okkur í 
rauninni ef maður pælir í því þannig."

svaraði hann og hélt áfram:

„Það var því aldrei spurning um annað en að senda inn lag og læra af því sem betur hefði mátt fara í fyrra, þótt lagið hafi náttúrulega verið 
frábært að okkar mati og Sverrir náttúrlega einn besti söngvari landsins."

Þrátt fyrir að gengið í Söngvakeppninni hafi verið gott í ár er ljóst að höfundateymið er með fæturna á jörðinni og Ásgeir sagði margt hafa þurft að ganga upp til að vegna eins vel í keppninni og raunin var fyrir þá. Einhvern veginn hafi það allt verið til staðar í ár, öll púslin lent á réttum stað og bætti við að þeir myndum eflaust halda eitthvað áfram að taka þátt. Aðspurður um hinn alræmda „júróvisjón-stimpil“ sagði Ásgeir þá félaga ekki vera hrædda við hann, þeir ætli eflaust að taka aftur þátt en kannski ekki á hverju ári til að gera ekki alla bilaða!

russl_mo3

María skönnuð í 3D fyrir dúkku sem er verið að gera af henni í Rússlandi.

Við spurðum þau að lokum um uppáhalds Júróvisjon-lagið sitt. Ásgeir var fljótur til svara og sagði sitt lag vera Tornero frá Rúmeníu sem tók þátt árið 2006. Uppáhaldslagið hennar Maríu er Euphoria af skiljanlegum ástæðum og segist hún elska að syngja það, og komi til með að syngja það á blaðamannafundum úti.

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum við aðdáendurna þarna úti, María?

„Já, ég vil bara þakka fyrir þennan mikla 
stuðning sem ég finn frá öllum. Ég hlakka 
bara rosalega mikið til að fara á svið 
- takk fyrir að treysta mér!"

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s