Yfirferð framlaga 2015 – 26/40 – Hvíta-Rússland

Lag: Time
Flytjandi: Uzari&Maimuna
Hvenær: Fyrra undankvöld, 19. maí

Baksagan
Maimuna, eða Moon eins og vinir hennar kalla hana, er klassískt menntaður fiðluleikari og fyrsti fiðluleikari í forsetasinfóníunni í Hvíta-Rússlandi og Uzari var bakrödd fyrir Anastasiu Vinnikovu í Dusseldorf 2011 – muniði? Þau tvö fóru með sigur af hólmi í undankeppninni heima fyrir, Eurofest en þar keppti enginn annar en Alexander nokkur Rybak með lagið sitt Accent, sem stúlknasveitin Milki flutti eftirminnilega (lentu í 4. sæti):

Fyrstu útgáfu lagsins gefur að líta hér, það er greinilega ýmislegt gert til að hressa sig við fyrir stóru keppnina:

Álit Eyrúnar
Hvítrússar eru ekki alveg eins hressir í ár eins og með ostakökuna hans Teo í fyrra – kannski eru þeir e-ð að flýta sér? (ho-ho-ho). Þetta atriði er pínu merkilegt og ég þori eiginlega að veðja að þeir verða með e-ð svaðalegt gimmikk á sviðinu (ok, kannski ekki tímaglas… en kannski!) Æ, ég veit ekki alveg, finnst þetta vera inn um annað og út um hitt og verð eiginlega að fara að sjá æfingar með þeim til að sjá hvernig þetta verður. Kannski verður þetta barasta geggjað! Thunder-ah-ah!

Álit Hildar
Þetta er eins og svo mörg lög í keppninni í ár, óeftirminnilegt! Myndbandið er þó síður en svo óeftirminnilegt! Það er svolítið eins og góður thriller, maður bara veit ekki hvort aumingja Moon drukkni í sandinum með fiðluna og snákinn með sér meðan Uzari bara hleypur og hleypur með álfaeyrun! Myndbandið gefur hugmynd um að það gæti eitthvað stórkostlegt gerst á sviðinu en miðað við fystu æfingu gerist ekkert!

Möguleikar
Veðbankarnir (Oddschecker.com) setja Hvítrússa í hið klassíska 16. sæti en þar hafa þeir einmitt lent síðustu tvö ár (2013 og 2014). Það skyldi þó aldrei vera?

uzari-4

Þau mæta á blaðamannafundi í heitustu tískunni frá Minsk!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s