Yfirferð framlaga 2015 – 25/40 – ÍSLAND

Lag: Unbroken
Flytjandi: María Ólafsdóttir
Hvenær: Annað undankvöld, 21. maí

Baksagan
Þegar þetta er birt er íslenski hópurinn að leggja af stað til Vínar (nema Felix, sem fór á undan og náði fyrstu æfingum úti). María fer út með heilmiklum reynsluboltum og á eftir að lenda í rosaævintýri, það getum við sko vottað – sem þekkjum þessa sápukúlu aðeins! Óskum hópnum alls velfarnaðar og vitum alveg að gott skipulag og þrotlausar æfingar hér heima skila megagóðum flutningi úti! María verður ljósið í myrkrinu, eins og segir í laginu með Kristmundi Axel frá 2013 (hressandi!):

Álit Eyrúnar
Æðisæðisæðislega solid og flott atriði sem við megum vera mjög hreykin af. Frábær söngkona, skotheldar bakraddir (hæ Hera Björk!) og lag sem er langbest í fyrstu örfáu skiptin sem þú heyrir það (sem er nákvæmlega það sem þarf í Júróvisjón!). Ég er aðeins orðin leið á laginu en hlakka sjúklega til að sjá þau spreyta sig úti og þau fljúga áfram, veriði viss! Ég veit ég er ekkert að jinxa neitt þegar ég segi að við erum orðin ein af þjóðunum sem fer ALLTAF áfram 😉

Álit Hildar
Lagið keypti ég ekki alveg í fyrstu, en þegar ég sá og heyrðu Maríu flytja það í Háskólabíói þá fékk ég barasta gæsahúð! Atriðin okkar undanfarin ár hafa verið vel útpæld og unnin fyrir sjónvarp og við vitum fyrir víst að æfingar hjá hópnum hafa verið stífar svo þetta verður allt saman eins og best verður á kostið! Eina sem ég sakna er íslenski textinn, ekki af því ég vildi hafa þetta sungið á íslensku í keppninni, heldur bara af því hann var svo miklu miklu betri en sá enski.

Möguleikar
Íslenska framlagið er pikkfast í 10. sæti veðbankanna (Oddschecker.com) sem við megum vel við una og allar blikur á lofti um að þetta verði bara hin ákjósanlegasta keppni fyrir landann (stefnir í tvö grillpartí!)

eoromaja

Mómentið þegar María fattaði að Sound of Music var tekin í Salzburg, en ekki Vín!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s