Yfirferð framlaga 2015 – 24/40 – Írland

Lag: Playing with Numbers
Flytjandi: Molly Sterling
Hvenær: Annað undankvöld, 21. maí

Baksagan
Ef keppnin væri um látlausasta lagið í ár myndi hún Molly sannarlega standa uppi með pálmann í höndunum. Þrátt fyrir að stúlkan sé bara 16 ára er hún orðin nokkuð sviðsvön. Alin upp í Tipperary-sýslu á Írlandi og tók þátt í keppninni Tipp Teen Idol, sem er sennilega fyndnara heiti á íslensku en á ensku. Hún vann svo til verðlaun á Kilkenny Music Festival 2012 og lenti í öðru sæti í All Ireland Schools’ Talent Search í fyrra og í kjölfarið landaði hún plötusamningi. Hún er yngsti flytjandi Írlands frá upphafi og verður einn fimm Júróvisjón-keppenda sem er þess heiðurs aðnjótandi að syngja í óperunni í Vín á viðburðinum Pop meets Opera. Varla verður það samt þessi útgáfa, er það?

Álit Eyrúnar
Molly, Molly… fínasta ballaða, flottur söngur og kannski er það gullni miðinn. Hún verður með flygilinn á sviðinu og bakraddir og ég er nú barasta pínuhrædd um að það sé ekki nóg, því að risið í laginu er ekki mjög hátt. En það er nokkuð grípandi og ætti að komast í gegn, ef það drukknar ekki í þessari blessuðu ballöðubendu!

Álit Hildar
Þetta þykir mér ein af fallegri ballöðunum í ár. Það er eitthvað sem heillar mig við laglínuna og röddina í Molly. Það er samt líka pínu tíundaáratugsfílingur í þessu og þar sem ég er tíundaáratugsunglingur í hjartanu þá talar þetta til mín, þó það tali líklega ekki til Evrópu.

Möguleikar
Veðbankarnir (Oddschecker.com) setja Írland í 33. sæti og víst hefur þeim ekkert gengið neitt rífandi vel undanfarið, nema með Jedward 2011 (fyrra skiptið) þegar þeir hrepptu 8. sætið. Synd og skömm fyrir þessa fínu og fyrrum sigursælu þjóð, en tíundi áratugurinn er víst liðinn!

10365935_488265071318862_439924523927988468_n

Hin írska reynir að brjótast úr viðjum enskumælandi Júróvisjón-keppni. Sorrí darling, það er ekki happening!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s