Svarthvít skilaboð á æfingu næstu átta

Þegar æfingar byrja fyrir Júróvisjon þá verður sko engin lognmolla og strax í dag æfðu næstu átta þjóðir á sviðinu í fyrsta skipti. Kíkjum á hvað fór fram þar.

Rétt eins og lag Serba, Beauty never lies, er svolítið tvískipt, þá er atriðið þeirra það líka! Með Bojönu á sviðinu eru fjórir bakraddasöngvarar og dansarar. Þau byrja í hvítum kápum sem fá svo að fjúka þegar næsta lag í laginu byrjar og við fáum að líta mun litríkari búninga þar sem þemað er bleikt og svart. Fínasta æfing hjá Serbunum sem fyrst og fremst þurfa að fínpússa það að rífa sig úr kápunum. Bojana gaf allt í þetta og má búast við mögnuðu atriði.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Boggie og félagar frá Ungverjalandi mættu í kvöldklæðnaði á sviðið rétt eftir hádegi í dag, einföldum en fallegum síðkjólum og vel sniðnum jakkafötum. Í bakgrunni verður mikil grafík eftir minimalíska byrjun þar sem við sjáum ekkert nema Boggie í sviðsljósinu. Þótt sviðsetning hafi tekist ágætlega á æfingu hefðu raddirnar mátt vera betri en eins og áður segir er langur tími til að fínpússa það!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Hvíta-Rússland var með áhugavert myndband og því var spennandi að sjá hver sviðsútfærslan yrði. Hún olli þó örlitlum vonbrigðum enda gerist lítið á sviðinu sem þau Uzari og Maimuna eru ein á (þótt nokkrar bakraddir séu reyndar faldar, já eiginlega baksviðs!) íklædd annars vegar svörtu og hins vegar hvítu. Grafíkin í bakgrunni á líklega að tákna þrumuveður en líkist kannski meira flaksandi gjafaborðum.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Þema Polinu Gagarinu, fulltrúa Rússlands, er hvítt en líklega var kjólinn hennar sú flík sem mesta athygli fékk í dag. Æfingin gekk þokkalega, þótt hafi kannski helst til heyrst of mikið í bakröddunum á kostnað Gagarinu. Eins og nafni hennar sæmir þá snýst grafíkin í bakgrunn svolítið um himinhvolfin auk þess sem vindvélin fær góða æfingu!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Það kom fátt á óvart í sviðsetningu drengjanna í Anti Social Media frá Danmörku í dag. Klæðnaður þeirra var áfram í hvítu, gráu og svörtu, uppsetning var hefðbundin hljómsveitaruppsetning með Emil söngvara í frontinum. Æfing gekk í heildina vel og veifandi hendur bakraddanna sem eru öllu litríkari en hljómsveitin héldu ákveðinni athygli.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Albanía átti ekki sérlega góða æfingu, einhver vandræði voru í hljóðinu og bakraddirnar voru falskar. Einhver skikkjutíska virðist vera gera vart við sig í keppninni í ár því að Elhaida mætti í  skikkju á sviðið líkt og Aserarnir í gær. Þá eru hvítir búningar klassískir og bakraddirnar eru einmitt hvítklæddar. Bakgrunnurinn á að tákna glerbrot en minnir okkur meira á merki Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem er líka furðulíkt merki Melodi Grand Prix í Danmörku!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Kannski verður það þema í ár að fela bakraddirnar en það gerir Georgía rétt eins og Hvíta-Rússland. Söngurinn var ekki alveg upp á sitt besta hjá Ninu á æfingunni í dag  og passaði ekki alveg við atriðið sem er dimmt. Nina sjálf er í leðurbúning (há stígvél, stuttar stuttbuxur og extra stórir axlapúðar!) og bakgrunnurinn er að mestu dökkur og sorglegur.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Rúmenar senda sterk skilaboð í ár. Ekki nóg með að myndirnar í bakgrunni atriðisins séu myndir úr myndbandinu heldur koma fram staðreyndir um yfirgefin börn á skjánum líka, reyndar á rúmensku. Sviðið er alsett ferðatöskum í anda skilaboða lagsins en þeir félagar í Voltaj stilla sér í hefðbundna hljómsveitaruppstillingu. Litaþemað er líkt og hjá mörgum öðrum hvítt og svart.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s