Yfirferð framlaga 2015 – 23/40 – Ísrael

Lag: Golden Boy
Flytjandi:  Nadav Guedj
Hvenær: Annað undankvöld, 21. maí

Baksagan
Nadav dúllan er ekki nema 16 ára gamall (halló Elín Sif úr Söngvakeppninni í ár!) og bar sigur úr býtum í raunveruleikaþættinum HaKokhav HaBa (ísl. Næsta stjarna), sem þýddi að hann fékk að fara fyrir hönd Ísraels í Júróvisjón í ár. Gulldrengurinn er fæddur í París en hefur búið í Ísrael alla sína tíð og gengur þar í framhaldsskóla. Hann er líka mjög duglegur í selfiunum, eins og sést á Instagraminu hans. Hann hlustar mikið á nútíma hiphop/popp/R’n’B og hefur verið líkt við Justin Timberlake. Hann getur allavega sungið sitt popp, blessaður:

Golden Boy verður fyrsta framlag Ísraela sem er sungið algjörlega á ensku.

Álit Eyrúnar
Þetta er lag sem ALLIR eiga eftir að vera með á heilanum (eða eru nú þegar!). Hvort sem maður er í prinsippinu á móti athæfi Ísraelsstjórnar eða ekki, er ekki hægt annað en að hrífast með – og er það ekki einmitt kjarni Júróvisjón-keppninnar? Þetta er svo yndislega kaótískt með etnískum áhrifum (halló Tyrkland!) að mér líður bara eins og ég sé komin heim þegar ég hlusta á það, og þá meina ég heim í Júrólandsalsæluna. Þetta er eins fullkomlega fáránlegt lag og best gerist fyrir Júróvisjón og ég skal hundur heita ef Ísrael kemst ekki áfram með þennan gullmola (ehemm… já og lagið líka!) í aðalkeppnina.

Álit Hildar
Þvílík blanda af tónlistarstefnum sem hérna mætast! Maður veit bara ekkert hvaðan á mann stendur veðrið! Það skiptir þó engu einasta málin, lagið er svo gott að maður hendir prinsippunum út um gluggan og fer að dansa með! Viðlagið er líklega besta heilalím keppninar og ekki annað að vænta dansmúvin sem því fylgir eigi eftir að verða rifjuð upp um ókomna júróvisjontíð. Gulldrengurinn á eftir að hressa all hressilega upp í liðinu og einhverjir eiga áreiðnalega eftir að skammast sín fyrir hugsunarhátt sinn þegar þeir fatta að hann er bara 16 ára!

Möguleikar
Eins og stendur er Ísrael í 17. sæti í veðbönkunum (Oddschecker.com) en þeir hafa aðeins glímt við slæmt gengi undanfarin ár; komust síðast í aðalkeppnina árið 2010 með Harel Skaat og Milim. Svo að spurning er: Fílar Evrópa gulldrenginn 21. maí eða ekki?

nadav-guedj1

Með föngulegum ísraelskum fljóðum … nei, bíddu…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s