Vindur, reykur, löggur og hold á æfingu fyrstu átta!

Fyrir okkur nördana þá byrjaði júróvisjon formlega í dag. Það kann að hljóma undarlega fyrir einhverja en dagurinn í dag er sá fyrsti því að æfingar hófust í dag. Það voru fyrstu átta flytjendurnir sem stíga á sviðið í fyrri undankeppninni sem æfðu í dag. Við fylgdumst með og sáum ýmislegt forvitnilegt á fallega sviðinu í Wiener Stadthalle.

Moldóva, sem er eiginlega líka Úkraína í ár, mæta með eins og eitt stykki lögregluflokk á sviðið. Það er mjög jafnt kynjahlutfall í þessum lögregluflokki, þrjár konur og þrír karlar. Ein konan er auðvitað lögreglukonan úr myndbandinu góða en svona þá minnir heildarlúkkið meira á Willage people en harðnaglalöggur eða bílaeltingaleiki!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Flytjendur Armeníu stigu á svið í skikkjum í óræðum lit, mitt á milli þess að vera fjólublár og grár. Atriðið byrjar einfalt en með stígandanum í laginu byrja söngvararnir að hreyfa sig meira, vindvélin fer í gang ásamt reykvélinni og allt verður vitlaust í lokin, já eða sko þannig.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Hinn 19 ára Loic mætti fullur sjálfstrausts á sviðið í morgun en hann syngur fyrir hönd Belgíu. Lagið er náttúrlega taktfast og er sviðsetning í takt við það (halló málfræðibrandari!). Það er full mæting á sviðinu því að auk Loic eru fimm dansarar og bakraddasöngvara sem sameinast í svolítið töff framsetningu sem virðist henta laginu. Allt svolítið grátt og hvítt eins og í myndbandinu en sviðið er þurrara þótt einhver sæti kunni að vera akkúrat andstæðan þegar hann hefur lokið sér af!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Hollenski flytjandinn, Trijntje æfði líka í dag. Kjólinn hennar vakti líklega meiri athygli en lagið eða framsetningin á sviðinu. Meðan sviðsframkoman er einföld en á köflum litrík er kjólinn einstakur og er að sögn Trijntje hannaður miðað við hvað henni líður best með á líkama sínum. Við hrósum Trijntje fyrir ekki bara góðan söng heldur fyrir hugrekkið!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Það kom fátt á óvart á æfingu Finnana í PKN í dag. Þeir bara mættu, voru hressir, sögðust vilja vinna júróvisjon, æfðu og fóru! Laggott og rósalaust rétt eins og lagið þeirra.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Drama er ekki orð sem oft er notað um framlög Grikka í júróvisjon. Sagan er þó önnur í ár, dramatískt lag með meiru, dramatískur silfurkjóll sem hefði sómað sér vel í fegurðarsamkeppni á 9. áratugnum, springandi stjörnur og svo auðvitað vindvélin! Frábær æfing hjá Grikkjum í dag!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Þrátt fyrir að vera eins og klippt út úr tískuþætti í Vouge fyrir fólk á leið á VIP klúbb í New York þá hljómuðu Sting og Elina, fulltrúar Eistlands, ekkert allt of vel á sviðinu í dag. En þau hafa nógan tíma til að æfa sig, vika í júróvisjonbólunni er langur tími!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Makedónar mæta með rústir í bakgrunn og Daníel í hvítum rykfrakka. Með Daniel á sviðinu er þrír bakraddasöngvarar og eru þeir allir fjórir svolítið í að skipta um stað á sviðinu. Þeir þyrftu þó að æfa það aðeins betur, en ef skiptingar hætta ekki að vera kjánalegar þá getur maður alltaf gleymt sér við að horfa á ruslið….. nei úbs… haustlaufin fljúga í bakgrunninum!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s