Yfirferð framlaga – 22/40 – Ítalía

Lag: Grande Amore
Flytjandi: Il Volo (ens. The Flight, ísl. flugið/flóttinn)
Hvenær: Aðalkeppnin 23. maí

Baksagan Hérna eru mættir hjartaknúsarar keppninnar í ár! Aðdáendur og aðrir halda varla vatni yfir krúttlegheitum og kúlnessi þessara þriggja ítölsku óperupoppara; þeir eru nú mismiklir óperusöngvarar og popparar en þessi blanda fellur greinilega í kramið svona fyrir keppnina. Strákarnir rúlluðu San Remo upp í ár og flytja í Júróvisjón sama lag og þar, en það er ekki alltaf segin saga. Lagið í San Remo var reyndar 3:45 að lengd og var því stytt um heilt vers, en það virðist ekki hafa komið niður á vinsældunum. Tríóið hét upphaflega hinu mjög svo frumlega nafni „I Tre Tenorini“ (litlu tenórarnir þrír) enda hafa þeir sungið saman frá unga aldri, eins og hér sést (varúð: krúttóverlóad!)

Samstarf þeirra hófst árið 2009 þegar þeir voru 15, 16 og 17 ára og valdir saman í söngsveit í gegnum sjónvarpsþætti á Ítalíu (halló Nælon!) Síðan þá hefur frægðarsólin skinið og þeir hafa m.a. sungið með Eros Ramazotti og Placido Domingo og ekki síst sungið með Barböru Streisand á túrnum hennar 2012. Þeir eru hressilegir og ná vel saman og tónlistin þeirra er margverðlaunuð í heimalandinu og þeir hafa verið fengnir til að syngja vestanhafs við hin ýmsu tækifæri.

Álit Eyrúnar Í gegnum tíðina hef ég hrifist mismikið af óperupoppi í Júróvisjón. Þetta var gott, þetta var allt í lagi – þetta var hrikalegt! Cezar vinur okkar frá 2013 kunni þetta og honum gekk ágætlega (13. sætið). Almennt er Evrópa ekki mjög hrifin – með undantekningum – og ég er pínu hrædd fyrir hönd strákanna í Il volo. Þeir fá líka bara aðalkeppnina til að spreyta sig (Cezar fékk þó allavega undankeppni!) Þeim á eftir að ganga vel en ég vil nú ekki segja sigur svona fyrir fram, finnst það a.m.k. erfitt. Svo að lokum vil ég helst hafa óperuatriðin í Júróvisjón svona!

Álit Hildar
Ég verð að viðurkenna að ég átti í upphafi pínu erfitt með að heimaland Verdi, Puccini og fleiri frábærra óperusmiða skyldi senda amerískt óperupopp strákaband í júróvisjon. Mér fannst það einhvern vegin fyrir neðan virðingu Ítala! En ég verð að játa mig sigraða, mér finnst þetta lag bara of gott! Og þessir drengir, þeir eru bara svo mikil krútt að maður getur hvorki hætt að horfa né hlusta.

Möguleikar
Þau eru amk tvö strákaböndin sem hafa reynt óperupoppið síðustu ár meðal annars þessir frá Lettlandi og þessir frá Króatíu. Gengi þeirra var misjafnt, Lettarnir lentu í 16. sæti í aðalkeppninni meðan Króatarnir komstu ekki í aðalkeppnina. Það er hins vegar eitthvað annað við þessa ítölsku sjarma og því eru bara fjandi góðir líkur á sigri, eiginlega einum of svona fyrir fram, því að þá er hættan á vonbrigðum afar mikil. Veðbankarnir (Oddschecker.com) hafa haft þá á toppnum um hríð en nú hafa þeir félagar látið toppsætið hinum sænska Måns eftir, og eru í 2. sæti.

Il-Volo-Streisand

Strákarnir með frú Streisand í góðum gír – hún er þeirra helsti aðdáandi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s