Yfirferð framlaga 2015 – 21/40 – Kýpur

Lag: One thing I should have done
Flytjandi: John Karayiannis
HvenærSeinni undankeppni 21. maí

Baksagan
Svona rétt eins og í Litháen var undankeppnin í Kýpur, Eurovision Song Project, útgáfa af lönguvitleysu. Auglýst var eftir lögum í júlí á síðasta ári en fyrsti þátturinn var þó ekki sýndur fyrr en í byrjun desember. Alls voru 7 þættir þar sem þátttakendur fluttu ábreiðu af júróvisjon-lagi og þeir sem komust áfram fluttu svo hluta úr því lagi sem þeir hugðu fyrir keppnina. Svo flæktist þetta ívið meira og að lokum stóð John uppi sem sigurvegari með lagið sitt One thing I should have done.

John er aðdáandi keppninnar og hefur verið allt frá því hann sá lagið Stronger every minute sem var einmitt framlag Kýpverja árið 2005. Það var því ekki alveg út í loftið að það var ábreiðan sem hann söng í fyrsta þættinum af Eurovision Song Project – og svo semur Mike Connaris höfundur Stronger every minute einnig lagið hans! John hefur verið iðnari við ábreiður en eigin lög en stefnir að því að bæta úr því næsta haust þegar hann flytur til London til að vinna að fyrstu sólóplötunni sinni.

Álit Eyrúnar
Mjög mikið „back to basics“-lag, sem kemur til með að njóta sín betur en ella á minimalíska sviðinu í Vín, sem er líka svoldið retro. Melodían er ljúf og minnti mig einmitt strax á Stronger every minute (besta kýpverska lag allra tíma).  Ég er samt pínu hrædd um að hann sé svo látlaus að hann gleymist. Aftur á móti, með minna sviði og kannski meiri fókus á flytjendur en gimmikk eins og verður örugglega í ár, gæti hann náð að sigra heiminn – og hjörtu áhorfenda.

Álit Hildar
Mér þykir þetta ákaflega fallegt. Það skilur hins vegar ekki mikið eftir sig og maður fær það ekki á heilann og er oftast bara búin að gleyma því um leið og það er búið.

Möguleikar
Líklega á John ágæta möguleika að komast upp úr undankeppninni og þar mun röð hans á svið líklega hjálpa til en hann er þriðji síðasti á svið. Komist hann áfram gerum við hins vegar ráð fyrir að árangurinn verði slakur, lagið er hreinlega ekki nógu sterkt. Lagið situr í 20. sæti í veðbönkunum (Oddschecker.com).

Hressasti gaurinn í júróvisjon?

Hressasti gaurinn í júróvisjon?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s