Yfirferð framlaga 2015 – 20/40 – Lettland

Lag:  

Hvenær:

Baksagan
Aminata Savadogo flytur eigið lag og hefur þrátt fyrir ungan aldur (22) tekið nokkrum sinnum þátt í Eirodziesma, lettnesku undankeppninni. Hún rústaði keppninni í ár og hafði 7.000 atkvæða forskot á næsta keppninaut, Markus Riva. Hér er hún með framlag sitt frá í fyrra, I can breathe:

Hún gaf svo út eldheitt opinbert myndband við lag ársins:

Álit Eyrúnar
Ég er nú yfirleitt hrifnust af skrítnu lögunum í hverri keppni (og ekki má gleyma gríninu!) en þetta er pínulítið of fyrir mig. Lagið er svona tilraunakennt popplag og ég skil sko alveg að fólki finnist þetta flott… mér finnst það áhugavert, en bara ekki alveg nóg! Held þrátt fyrir það að Aminata sjarmi áhorfendur heima í stofu með þessari tónsmíð sinni og mögulega gæti hún verið ásinn uppi í erminni (dark horse) í keppninni í ár. ÞETTA ER SKELFING EÐA SNILLD ÁRSINS!

Álit Hildar
Lettar hljóta að flokkast með skrítna lag keppninnar í ár, það er að segja ef lag má kalla! Eftir mínútu kemur algjör þögn í laginu og í sekúndubrot heldur maður að maður sé sloppinn og lagið búið. Og hvað er með þetta nafn, Love injected? Héldu textahöfundarnir að þeir væru að semja lag fyrir bólusetningarherferð?

Möguleikar

Lettar hafa ekki komist upp úr undankeppninni frá árinu 2008 þegar sjóræningjarnir sungu sig í 12. sæti aðalkeppninnar. Veðbankarnir spá Aminötu 19. sæti en við þurfum að spyrja að leikslokum og sjá hvernig stemmingin verður 21. maí og hvort Evrópa sé til í tilraunapoppið!

img_2912

Aminata er til í allt fyrir stóra sviðið í Vín, meira að segja Mikka mús-eftirhermur!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s