Yfirferð framlaga 2015 – 19/40 – Litháen

Lag: This time
Flytjandur: Monika Linkyté og Vaidas Baumila
HvenærSeinni undankeppni 21. maí

Baksagan
Monika er ákaflega þrautseig (eins og Amber, Sanna o.fl.) í viðleitni sinni að komast í Júróvisjón; hún reyndi 2010, 2011, 2012, 2013, 2014 og í ár komst hún loksins alla leið í undankeppninni heima fyrir, Eurovizijos. Vaidas er raunveruleikastjarna og var þriðji í söngkeppninni Dangus.

Í fyrra varð hann líka í 3. sæti í Eurovizijos (Monika datt út snemma í ferlinu) en litháíska undankeppnin er nefnilega undarleg langloka í mörgum þáttum (8 stk í ár, en 12 í fyrra) þar sem lög eru mátuð við val frambærilegra listamanna sem hafa þá þegar verið valdir út frá kúnstarinnar reglum. S.s. nokkurs konar X factor/Voice í bland við lagakeppni.

Álit Eyrúnar
Krúttlegt lag þar sem húkkurinn er dálítið góður. Mér finnst þetta vera dálítið of sykursætt (halló sviðskoss!) og pínu óeftirminnilegt þar sem dúettarnir eru ansi fyrirferðarmiklir í ár. Eitthvað sem minnir mig á Common Linnets-dúettinn hollenska frá því í fyrra; þessi eru kannski bara búin að fá sér ögn meiri spírulínu!

Álit Hildar
Þetta er náttúrlega dálítið mikið of krúttlegt. Samt finnst mér þetta eitthvað voðalega skemmtilegt. Eða kannski bara þangað til þau syngja vohohoho og svo love love looove, þá er eins höfundar lagsins hafi verið að prófa hvað þeir gætu sett inn í lagið svo það skæri sig úr öðrum. Kannski hefði kossinn bara verið nóg?

Möguleikar
Veðbankarnir (Oddschecker.com) setja Litháen í 28. sæti um þessar mundir og það er morgunljóst að Litháen er ekki jafnsigursæl/farsæl þjóð í Júróvisjón og nágrannaþjóðirnar. Í fyrra komust þeir ekki áfram í aðalkeppnina og besta gengið var 6. sætið 2006 með stórsmellinum „We are the Wieners/winners of Eurovision“…

Kossar hafa voðalega oft ollið fjarðrafoki í júróvisjon, hvað gerist eiginlega núna?

Kossar hafa voðalega oft valdið fjaðrafoki í júróvisjon, hvað gerist eiginlega núna?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s