Veðbankarnir tveimur vikum fyrir keppni!

WENBStatistics1-e1320502165289

Nú eru sléttar tvær vikur í að María okkar stigi á sviðið á seinna undankvöldinu í Vín og því er ekki úr vegi að tékka aðeins á stöðunni í veðbönkunum.

Svona lítur staðan út í dag, 7.5.2015:

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Svíþjóð Ítalía Ástralía Eistland Finnland
Paddypower.com Svíþjóð Ástralía Ítalía Eistland Finnland
William Hill Svíþjóð Ástralía Ítalía Eistland Finnland
ESC stats.com Svíþjóð Ítalía Noregur Aserbaídsjan Rússland
Júróvisjón 2015-hópurinn á FB Noregur Ítalía Svíþjóð Ástralía Eistland
OGAE Big Poll Ítalía Svíþjóð Eistland Slóvenía Noregur

Það sem gerst hefur er að Noregur er eiginlega dottinn út af topp 5, nema í aðdáendaspánum (þremur síðustu), Júróvisjón 2015-hópurinn er með hann pikkfastan í toppnum en almennu veðbankarnir setja Noreg t.d. í 6. sæti (Oddschecker.com).  Eins og sést er líka aðeins meiri fjölbreytni í vali aðdáendanna en þrátt fyrir það skipa þessi lönd sér öll í efstu sætin í almennu veðbönkunum líka, þ.e. inn á topp 10 og þar í kring.

Hérna má líka sjá veðbankastöðuna á sama tíma í fyrra (tveimur vikum fyrir lokakeppni). Þá var Austurríki ekki einu sinni inni í myndinni hjá flestum (nema aðdáendum!) og því er allt opið fyrir breytingum!

En hvernig er spáð fyrir um gengi íslenska framlagsins?

Veðbanki Sæti
Oddschecker.com 10. sæti
Paddypower.com 14. sæti
William Hill 12. sæti
ESC stats.com 10. sæti

Almennu veðbankarnir eru með Maríu í topp 15 sem er frábært! Í stóru aðdáendaklúbba-kosningunni hefur íslenska lagið fengið 13 stig þegar tæpur helmingur klúbbanna hefur greitt atkvæði – og þess má geta að 19 lönd hafa enn 0 stig í þeirri kosningu!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s