Þemu ársins 2015: Dúettar

Screen Shot 2015-05-05 at 23.12.06

Næsta þema sem við ætlum að kíkja á eru dúettar. Eftir gott gengi The Common Linnets í fyrra virðast margir hafa fengið þá flugu í höfuðið að dúettar væru málið! Það er þó alls ekki svo að það sem gengur vel eitt ár, gangi jafn vel árið eftir. Til að mynda voru allmörg lög árið 2007 rokkskotin eftir frækinn sigur Lordi-flokksins árið á undan. Þar var Ísland ekki undanskilið með ofurrokkarann Eirík Hauksson fremstan í flokki og Finnar veðjuðu sjálfir aftur á rokkið. Það voru fleiri sem duttu í rokkaðari fíling en Júrovisjon þekkir þetta árið, þar með talið t.d. Tékkland, Moldóva, Svartfjallaland, Eistland og Svíþjóð.

Engu þessara laga gekk sérlega vel. Moldóva náði hæst af þeim, eða 10. sætinu. Finnar voru eðilega með í aðalkeppninni og enduðu í 17. sæti og Svíþjóð í því 18. Hinar þjóðirnar komust ekki einu sinni í úrslitin.

Það er því spurning hvað allir dúettarnir átta gera í ár! Þeir átta dúettar sem keppa í ár lenda á öllum skalanum í veðbönkunum. Neðstu sætin verma San Marínó (36. sæti) og Tékkland (35. sæti) auk Litháens sem situr í 27. sæti. Aðeins hærra kemur Hvíta-Rússland  (ef dúett má kalla!) í 15. sæti og Breltand í 11. sæti. Þrír dúettar komast inn á topp 10 samkvæmt veðbönkunum, Slóvenía, Noregur og Eistland. Meðan Slóvenía er neðarlega í topp 10 hafa Noregur og Eistland skorað mun hærra og oft komist inn á topp 5. Þegar þetta er skrifað er Noregur í 6. sæti og Eistland í 4. sæti.

Síðasti dúett sem vann Júróvisjon voru þau Eldar og Nigur frá Aserbaídsjan árið 2011. Ef litið er til síðustu 20 ára hafa einungs þrír dúettar unnið en auk Eldar og Nigur voru það auðvitað Olsen-bræður árið 2000 og ári síðar þeir Tanel og Dave frá Eistlandi. Það verður því fróðlegt að sjá hvort allur þessi dúetta-fjöldi mun færa okkur nýjan sigur dúetts!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s