Yfirferð framlaga 2015 – 18/40 – Makedónía

Lag: Autumn Leaves 
Flytjandi: Daniel Kajmakoski

HvenærFyrri undankeppni 19. maí

Baksagan
Eftir slakt gengi nánast frá upphafi keppni er Makedóníumönnum nóg boðið og senda til leiks Daniel Kajmakoski, geysivinsælan söngvara sem er alvanur söngvakeppnum í sjónvarpi. Fyrir utan að hafa unnið Skopje Festival, sem er forvalskeppnin í Makedóníu, hefur hann unnið balkanútgáfuna af X Factor og tekið þátt í öðrum söngkeppnum í Makedóníu og Búlgaríu. Sem sagt, alvanur pinni hér á ferð sem á efalaust eftir að leika við myndavélarnar! Svo má ekki gleyma því að hann söng með fjölda annarra evrópskra söngvara í þemalagi HM í handbolta á þessu ári, meðal annars Alexander Rybak og Jóni Jónssyni.

Skopje Festival sem slík var ekki skandalalaus. Daginn eftir keppnina voru fjórir aðilar, þar á meðal höfundur og starfsmaður fyrirtækisins sem sá upp keppnina fyrir sjónvarpið færðir til yfirheyrslu vegna gruns um að hafa haft áhrif á símakosninguna sem svo leiddi til skoðunar á fleiri símakosningum í landinum. Ekki fer sögum af hvernig málið endaði, en sigur Daniels stendur! Hann hefur nýlega gefið út að þeir sem stóðu að Blackstreet-bandinu (Muniði eftir No diggity?) ætli að aðstoða hann á sviðinu í Vín, sjá hér:

Álit Hildar
Þetta lag vex pínulítið þótt það hafi alls ekki verið slæmt við fyrstu hlustun. Það fellur í hressari hluta ballöðufársins í ár og er vel pródúserað og verður klárlega vel sungið. Eitthvað hlýtur Daniel að hafa fyrst hann er alltaf í öllum þessum sjónvarpssöngþáttum! Þrátt fyrir þessa sjónvarpsreynslu Daniels finnst mér lagið meira vera svona útvarpslag og því sé ég fyrir mér sviðssetningu þar sem Daniel stendur út í horni og snýr baki í áhorfendur sem annaðhvort horfa á lifandi dans á sviðinu eða mikla myndagrafík í bakgrunni sviðsins.

Álit Eyrúnar
Þetta held ég að komi vel út á sviðinu í Vín – og ég hef fulla trú á Daniel. Lagið rennur ljúflega niður og ég er sammála með útvarpsgæðin, það er aftur á móti spurningin um framsetninguna á sviðinu. Ræðst algjörlega á því, en fyrirfram gæti ég trúað að hann gerði góða hluti!

Möguleikar
Möguleikar Makedóníumanna verða að teljast þó nokkrir enda lagið sérlega heilsteypt og vel út fært. Veðbankarnir elska þó ekkert lagið en það situr þó í 15. sæti (Oddschecker.com). Lagið og hugmyndin í myndbandinu bjóða upp á skemmtilega sviðsetningu og því bíðum við spenntar að sjá hvernig þetta endar!

Svona mun Daniel dansa ef honum tekst að koma Makedónum alla leið í úrslitin. Meira þarf ekki til að gleðja!

Svona dansar Daniel ef honum tekst að koma Makedóníumönnum alla leið í úrslitin, hann lofar!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s