Yfirferð framlaga 2015 – 17/40 – Malta

Lag: Warrior
Flytjandi:  Amber
Hvenær:  Seinna undankvöld, 21. maí

Baksagan
Amber hefur verið iðin við kolann og greinilegt að hún ætlaði sér í Eurovision. Fimm sinnum tók hún þátt í undankeppninni á Möltu og loksins vann hún! Reyndar fór hún með sem bakrödd 2012 fyrir Kurt Cajella en nú vill hún stóra sviðið fyrir sig – og ekkert skrítið; massa söngkona hér á ferð. Hérna má sjá hana með Kurt (hún er þessi ekki með hljóðfæri):

Við þekkjum nú fleiri þessari líkar: Hún Sanna, stórvinkona okkar frá því í fyrra, reyndi og reyndi í Melodifestivalen þar til loksins kom breikið 2014. Við Íslendingar eigum líka eina svona þrautseiga – og segjum bara: Áfram Erna Hrönn, þinn tími mun koma! #teamErna   … sjáiði líka hvað Amber er stundum skuggalega lík henni í videoinu!

Álit Eyrúnar
Ég fíla þetta ekkert sérstaklega, ekki alslæmt lag en dálítið óeftirminnilegt – hitt Warrior-lagið er mun sterkara t.d. Finnst þetta pínu hallærislegt með þessum undarlega trommutakti undir. Textinn segir þetta allt: „I had no choice but to become a warrior!“ – ég veit ekki hvers vegna litla friðsæla Malta þarf að vígbúast en kannski eru þeir þreyttir á að vera alltaf undir í Júróvisjón og ætla nú að grípa til allra vopna…

Álit Hildar
Það er eitthvað voðalega lítið um þetta lag að segja. Það er ekki gott og en ekkert endilega slæmt heldur, orðið sem lýsir því kannski best er „óáhugavert“. Hettupeysugaurarnir í hljómsveitinni eru kannski það eina sem er eitthvað örlítið spennandi (eru þetta kannski skrímsli undir hettunni?) svo ég vona að þeir komi með á sviðið í Vín!

Möguleikar
Ekkert sérstakir möguleikar skv. veðbönkunum (Oddschecker.com) því að þar er Malta í 35. sæti. Allt getur þó gerst, Malta er með sigursælustu þjóðunum sem aldrei hafa unnið (rétt eins og við!) og baráttan hennar Amber er rétt að byrja!

esctoday2

Amber fær sendan pakka frá Sönnu með uppskriftinni að velgengni í Júróvisjón!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s