Yfirferð framlaga 2015 – 16/40 – Moldóva

Lag: I want your love
Flytjandi: Eduard Romanyuta
HvenærFyrri undankeppni 19. maí

Baksagan
Þrátt fyrir ungan aldur er enginn aukvisi hér á ferð því að Eduard hefur verið í bransanum frá því hann var fjögurra ára, eða í um 18 ár!  Hann hefur fimm sinnum reynt að komast í Júróvisjon og þá alltaf í Úkraínu enda er hann Úkraínumaður. Þar hefur hann náð ágætum árangri m.a. lent í 3. og 5. sæti. Hér má sjá myndbandið við lagið hans Get real with my heart sem er 3. sætis lagið hans!

Eitthvað smá drama var í upphafi undankeppninnar í Moldóvu en upphaflega hafði sjónvarpið sagt að bara 40 lög yrðu tekin til athugunar en vegna misskilnings var á endanum ákveðið að taka við öllum ríflega 60 lögunum sem bárust. Í heildina voru 16 lög sem svo kepptu til úrslita. Meðal keppanda voru krakkarnir í Sunstroke Project sem kepptu einmitt 2010 með eftirminnilegum hætti! Þau áttu meira að segja tvö lög, Lonely og Day after Day. En það var hin ungi en reyndi Eduardo sem á endanum stóð uppi sem sigurvegari með ofur pródúseraðan júróvisjon-smell. Strax spruttu upp sögusagnir um dómarasvind, keypt atkvæði og hvað hann væri eiginlega að gera í moldóvsku keppninni verandi Úkraínumaður en okkur er alveg sama og teljum framlagið kærkomið í ballöðufárinu!

Álit Eyrúnar
Finnst þetta lag mjög leiðinlegt en fæ það ítrekað á heilann, sem er verra. Ég er alveg sammála að hann Eduard gæti hrist upp í liðinu en það versta er að hann stígur fyrstur á svið og hætta á að áhorfendur verði löngu búnir að gleyma honum í ballöðubendunni! Og ég segi nú bara: Farið hefur fé betra! Moldóva getur gert svo miiiiiiiklu betur!

Álit Hildar
Ég er svo mikill eurotrash-lagaaðdáandi að þetta var algjörlega fyrsta lagið sem greip mig í ár fyrir utan Belgíu! Þetta er kannski ekkert rosalega gott eurotrash-lag en eurotrash er það! #takkmoldóva verður örugglega vinsælt á twitter í recapinu á fyrra undankvöldinu þegar allir fatta að þetta var með því allra hressasta sem sást þetta kvöldið.

Möguleikar
Það sem er með Moldóvubúum í ár er að vera með eitt allhressilegt europopplag en það vinnur þó gegn þeim að vera fyrstir á svið í fyrri undankeppninni. Þetta er líka ákkúrat þannig lag að það gæti verið erfitt að sviðsetja það, rétt eins og gerðist hjá Miro 2010. Veðbankarnir eru ekki hrifnir og Moldóva er sem stendur í 34. sæti.

,,Úbs átti ég líka að vera með skegg?!

,,Úbs, átti ég líka að vera með skegg?!“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s