Þemu ársins 2015: Marglaga lög

Screen Shot 2015-05-05 at 23.12.06

Á hverju ári má finna einhver þemu í júróvisjon. Þau eru auðvitað mismunandi og oft má auðveldlega rekja þau til einhvers atburðar eða fyrri keppna. Stundum koma þau líka bara eins og þruma úr heiðskíru lofti og virðast þá frekar ráðast af einhverjum tískufyrirbrigðum en atburðum eða fyrri keppnum. Það er engin undantekning á þessum þemum í ár, þvert á móti! Það má eiginlega segja að þau séu fleiri en oft áður! Sterkust virðast þó vera þrjú þemu, nefnilega mörg lög í einu lagi, dúettar og lög með boðskap. Fyrsta þemað sem við fjöllum um eru marglaga lög – þ.e. lög sem eru samsett úr fleiri en einu almennilegu lagi, og jafnvel mörgum!

Armenía – Face the Shadow
Tvö lög: Poppballaðan byggist upp á eðlilegan hátt með rokkuðu viðlagi. En á 2:18 í myndbandinu verður allt stjörnuvitlaust, taktbreytingar og óperuæfingar á fullu blasti. Sannkallaður Armeníustormsveipur og í lok lagsins vitum við ekki einu sinni hvað við heitum!

Ísrael – Golden boy
Fjögur lög:  Í tilfelli Ísraels í ár er um miklu meira en tvö lög að ræða, eiginlega meira svona fjögur lög. Það byrjar sem hugguleg ballaða en eftir introið breytist lagið í amerískt Usherpopp með smá eurotrash-fíling inni á milli. Í viðlaginu kemur svo austurlandaetnóslagari af bestu gerð.

Serbía – Beauty never lies
Tvö lög: Önnur rólyndisballaða með poppívafi sem breytist í argasta júrótrash á 1:53 – Hera Björk má bara vara sig þegar hún Bojana byrjar að þenja sig með danstaktinn í botni!

San Marínó – Chain of lights
Fjögur lög: Ralph Siegel er að verða konungur skitsó laganna, hver man ekki eftir laginu hans í fyrra?! Í upphafi lagsins er svolítið eins og þau séu að syngja sitt hvort lagið þegar hvort um sig byrjar, svo byrja þau að syngja þriðja lagið þegar þau syngja saman. Viðlagið er svo fjórða lagið sem boðið er upp á þessum þremur mínútum!

——————Á mörkunum————————-

Lettland – Love injected
Er ekki lag alveg á grensunni sem hefur varla laglínu í erindunum en blastar svo í viðlaginu? Nei, við spyrjum okkur að því. Reyndar klórum við okkur ofurlítið í höfðinu yfir þessu framlagi…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s