Yfirferð framlaga 2015 – 15/40 – Noregur

Lag:  A Monster Like Me
Flytjandi: (Kjetil) Mörland & Debrah Scarlett
Hvenær: Seinni undankeppni 21. maí

Baksagan
Hér er á ferðinni dýnamískur dúó en bæði Mörland og Scarlett hafa öðlast frægð og frama utan landsteinanna og sneru aftur heim til Noregs til að reyna fyrir sér í tónlistinni. Kjetil Mörland var í bresku poppgrúbbunni Absent Elk sem naut nokkurrar hylli fyrir ábreiður sínar o.fl. – m.a. þessa hér í eigu Lady nokkurrar GaGa:

Debrah (Johanna Debrah Bussinger) keppti í norsku The Voice-keppninni 2013 eins og svo margir og fór svo að vinna með Mörland. Í kjölfar sigursins í Melodi Grand Prix í Noregi hafa þau gert ábreiðu af hinu „klassíska“ Fairytale:

Álit Eyrúnar
Ást við fyrstu sýn/hlustun. Algjörlega yfir mig hrifin af þessari ballöðu og í ballöðubendunni allri glóir hún eins og gull innan um hroðann (OK, mismikinn hroða samt). Þau ná einhverri geggjaðri dramatík og myndbandið hjálpar til við það (smá Festen-stemming). Mér finnst lagið alltaf jafngott við hverja hlustun og á von á stórum hlutum frá Norðmönnum í ár. Heja Norge!

Álit Hildar
Þetta er lag sem krefst þess að ég byrji á að segja „sko“ þannig að… sko, þetta lag var alveg rosalega leiðinlegt þegar ég heyrði það fyrst og ég fattaði engan veginn hvað aðdáendasamfélagið var að missa sig yfir þessu. Hins vegar vex þetta alveg gífurlega við hverja hlustun og núna er þetta eiginlega orðið eitt af mínum uppáhalds í keppninni í ár. Svipað gerðist með Euphoriu hjá mér svo að hver veit hvað gerist! Velti því samt fyrir mér hvort Mörland kunni handbolta, hann er eitthvað svo líkur Snorra Steini!

Möguleikar
Veðbankarnir setja Noreg í 6. sæti og það ætti að gefa góða vísbendingu. Norðmenn státa af mjög völtu gengi í Júróvisjón (botnsætum og sigri allt í bland) en gæði lags og flutnings segja örugglega ýmislegt um gengið – og þau fljúga hátt í toppbaráttuna í aðalkeppninni!

resize

„Það verður bara svona pínulítið eftir af stigum þegar við höfum lokið okkur af í Vín!“ segir Debrah (…gætum við ímyndað okkur…)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s