Yfirferð framlaga 2015 – 14/40 – Pólland

Lag: In the name of love
Flytjandi: Monika Kuszynska
HvenærSeinna undankvöldið 21. maí

Baksagan
Monika er líklega fyrsti flytjandi í Júróvisjon sem er fastur við hjólastól. Þetta sýnir okkur bara að allt er hægt og við ættum ekki að láta neitt stoppa okkur þegar draumar okkar eru annars vegar! Monika söng áður í hjólmsveit að nafni Varus Manx sem er þekkt í heimalandi sínu og hefur selt fjórar platínuplötur. Ákvörðunin að syngja með hljómsveitinni var afdrifarík því að árið 2006 lenti bandið í bílslysi sem leiddi til lömunar Moniku.

Eftir slysið hvarf Monika af sjónvarsviðinu en árið 2012 birtist hún aftur og gaf út sólóplötu og er nú mætt í Júróvisjon! Lagið In the name of love sem er auðvitað nafn á mun frægara (og betra!) lagi með mun frægari hljómsveit, er í stóra ballöðuhópnum í ár.

Álit Eyrúnar
Monika er stórkostlegt dæmi um að viljastyrkurinn er allt sem þarf. Kannski ekki alveg allt í tilfelli Júróvisjón því að lagið er ekki besta ballaðan í ballöðubendunni í ár, því miður. Þeir eru þó síðastir á svið og það getur haft e-ð að segja. Í raun veltur þetta framlag algjörlega á sviðsetningunni held ég en fyrirfram held ég ekki að Pólverjar hampi gullpálmanum í ár.

Álit Hildar
Þetta er svo þreytt lag að maður gæti haldið að það væri eftir Ralph Siegel og Engilbert Humperdink saman! Það er nákvæmlega ekkert við þetta lag nema leiðindi en þó ekki nógu leiðinlegt til að muna eftir því! Halló klósettferð!

Möguleikar
OK, þriðja leiðinlegasta lagið á eftir San Marínó og Portúgal! Þrátt fyrir að vera síðast á svið í seinni undankeppninni eru líkurnar ekkert sérstaklega með Póllandi. Líklegara er að fólk standi hreinlega fyrr upp úr sófanum! Veðbankarnir eru á svipuðu máli, setja Pólland ekki alveg neðst en í kringum 25. sæti.

Bitwa Na G³osy II - odc.4

Lýsir svipurinn kannski hvað henni þykir lagið sitt leiðinlegt?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s