Yfirferð framlaga 2015 – 13/40 – Portúgal

Lag: Há um mar que nos separ
Flytjandi: Leonor Andrade
HvenærSeinni undankeppni 21. maí

Baksagan
Það virðist vera orðið að einhverju allsherjar Evrópuþema að þátttakendur í Júróvisjon hafi komið fram á sjónarsviðið í einhverslags hæfileikaþætti, oftast The Voice! Þar er Leonor engin undantekning enda tók hún þátt í annarri þáttaröðinni af The Voice í Portúgal. Henni er margt annað til lista lagt virðist vera því að hún er víst líka leikkona þótt hún sé ung að árum. Hennar helsta fyrirmynd í tónlist er Nina Simone og skellti hún í eitt Ninu Simone-lag í Voice-keppninni og maður minn, hún getur sungið!

Lagið fjallar víst um vonina en líka allt fólkið í heiminum sem þarf að yfirgefa heimalönd sín í leit að betra lífi. Við skulum því bara skreppa fram að poppa, velta fyrir okkur hvernig við getum lagað ástand heimsins og svo þegar yfir lýkur höfum við kannski svarið og höldum áfram að horfa á júróvisjon.

Álit Eyrúnar
Æ, mig langar svo voðalega mikið að halda með Portúgal! Aumingja þeir; hafa verið að reyna og reyna og reyna… alveg frá 1964 og hafa bara 9 sinnum komist í topp 10 – í 50 ár, takk fyrir pent! Margir vilja meina að þeir séu barasta ótrúlega gamaldags, leggji sig ekki fram um að senda seljanleg lög (algjörlega á ensku t.d.) og músík sem sé alltof lókal. En ég er alltaf fegin að heyra portúgölskuna – svona rétt eins og ég er voða fegin að það er fólk sem nennir að horfa á fótbolta, því að ekki nenni ég því! Lagið er leiðinlegt og Portúgalir eru ekki að fara að gera neinar rósir í ár!

Álit Hildar
Það er agalega gaman að sjá söngvara fíla sig svona líka þegar þeir eru að syngja líkt og Leonor gerir. En það er líka leiðinlegt að sjá reiða söngvara ef maður skilur ekkert í því af hverju þeir eru reiðir! Leonor virðist hins vegar þykja lagið rosalega skemmtilegt og efni í vera reiður yfir á sama tíma! En líklega er hún bara ein um að finnast lagið skemmtilegt. Ætli Steiney hafi ekki hitt naglann á höfuðið í Alla leið-þætti helgarinnar þegar hún stakk upp á því að slökkva á hljóðinu og horfa bara!  Við getum vonað að Portúgal gangi vel en það verður varla mikið annað en vonin ein þetta árið.

Möguleikar
Að okkar mati er þetta næstleiðinlegasta lagið í keppninn, strax á eftir San Marino. Með það í huga, gengi Portúgal og stöðuna í veðbönkunum (í neðsta sæti samkvæmt Oddschecker.com) þá teljum við líklegast að Portúgalir vermi botnsætið í ár.

Ef Leonor reynir bara nógu mikið á sig, þá kemst hún kannski einu skrefi lengra en neðsta sætið!

Ef Leonor reynir bara nógu mikið á sig, þá kemst hún kannski einu skrefi lengra en neðsta sætið!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s