Yfirferð framlaga 2015 – 12/40 – Rúmenía

Lag: De la capăt (All Over Again)
Flytjandi: Voltaj
Hvenær: Fyrri undankeppni 19. maí

Baksagan
Ein af þekktari dægurlagasveitum Rúmena sem sigraði í rúmensku undankeppninni. Þeir hafa verið iðnir við að koma skilaboðum áleiðis í lagasmíðum sínum og eftir mannréttindabaráttu Conchitu í fyrra sáu þeir að hægt væri að nýta Júróvisjón til að koma boðskap til skila. Í lagi sínu beina þeir sjónum að farandverkafólki í álfunni og þeim milljónum rúmenskra barna sem skilin eru eftir í heimalandinu þegar foreldrar fara utan í leit að tekjum. Upphaflega var textinn á rúmensku og þegar sveitin ákvað að breyta textanum yfir í ensku varð allt vitlaust. Aðdáendur þrýstu mjög á um að taka ákvörðunina um textabreytingu til baka og Voltaj ákvað að verða við því og nú er því textinn á rúmensku fyrir utan síðasta erindið sem er á ensku. Vissulega kemst boðskapurinn betur til skila til flestra áhorfenda á ensku (Serbía þekkir það í ár!) en færa má líka rök fyrir því að fólkið sem ætti að fá þessi skilaboð frá Voltaj eru einmitt hinir rúmenskumælandi farandverkamenn úti um alla Evrópu! Sviðsetningin verður að öllum líkindum hvítklæddir piltar með ferðatöskur á sviðinu, ef marka má sviðsetningu heima fyrir. En Voltaj eru líka hressir:

Álit Hildar
Æji þessi hljómsveit hlýtur bara að geta betur, verandi ein þekktasta hljómsveit Rúmena! Lagið tikkar annars í flest þemabox keppninnar, ballaða, óeftirminnileg, boðskapur. Hefðu bara þurft að bæta kafla úr öðru lagi inn í þetta og þemað væri fullkomið! Annars drepleiðinlegt lag, ég er langþreytt eftir stuðinu!

Álit Eyrúnar
Mér fannst þetta nú ekkert spes, en þessi boðskapur er kominn rækilega inn undir hjá mér og þetta lag er gæsahúð út í gegn fyrir mig. Lagið sjálft kannski ekki mjög beysið en skilaboðin eru óumflýjanleg og gera það að verkum að ég get ekki annað en verið nokkuð bjartsýn fyrir þeirra hönd.

Möguleikar
Rúmenía er öruggt áfram upp úr undankeppnunum skv. sögunni – sama og hægt er að segja um Rússland og Grikkland, þau hafa bara ekki klikkað!  Þeir eru sem stendur í 24. sæti í veðbankanum (Oddschecker.com) – við spyrjum að leikslokum.

Pís át - sjáumst á næsta ári!

Pís át – sjáumst á næsta ári!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s