Yfirferð framlaga 2015 – 11/40 – Rússland

Lag: A million vocies
Flytjandi: Polina Gagarina
Hvenær: Fyrri undankeppni 19. maí

Baksagan
Rússneska söng- og leikkonan, módelið og alltmúlígtmanneskjan Polina Gagarina sem var uppgötvuð í hæfileikaþættinum Star Factory, flytur hér almannatengslastönt ársins frá Rússlandi. Alveg sama hvað okkur kann að finnast um þetta innanhússval frá ríkisfjölmiðli Rússlandsstjórnar, þá er það ekki Pútín sem stígur á svið í Vín heldur Polina og hún getur sko alveg sungið:

Álit Eyrúnar
Þetta lag finnst mér álíka spennandi og skál af morgunkorni sem hefur staðið á eldhúsbekknum yfir nótt! Ótrúlega slepjulegt og í rauninni býður mér pínu við þessu. Nuff said!

Álit Hildar
Vel pródúserað er þetta lag, það verður ekki af því tekið, né heldur verður það tekið af Polinu að hún kann að syngja. Allt í vinnsluinni er sem sagt vel gert. Myndbandið gleymdi hins vegar alveg að heimur hinna milljón radda er mun fjölbreyttari en hvítar fjölskyldur og einstaka Asíubúi auk þess sem lagið er bara ekkert spennandi!

Möguleikar
Þrátt fyrir allt verða möguleikar Rússa að teljast talstverðir. Þeir koma til með fljúga upp úr undanriðlinum, bæði fyrir að vera með pró atriði (það er alveg víst að sviðsetningin verður jafn pottþétt og pródúseringin!) og að Rússar búa út um alla Evrópu. Þá eru auðvitað margir sem eru ekkert að hugsa um pólitík og kjósa bara það sem þeim þykir skemmtilegast og það eru örugglega mörgum sem finnst þetta lag skemmtilegt þó okkur þyki það ekki! Samkvæmt veðbönkunum (Oddschecker.com) er skorar lagið frekar hátt og er yfirleitt inni á topp 10.

polina-gagarina1

,,Halló er’tta Kreml? Óggislega mikið til hamingju með að vera búin að vinna júróvisjon skilrru!“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s