Månsinn tók þetta á lokametrunum – eftir að Polina hin rússneska velgdi honum verulega undir uggum. Nú er Svíþjóð orðin sigursælasta þjóðin í Júróvisjón ef tekið er mið af stigafjöldanum; en þeir fengu heil 365 stig.
Það er komið að stóru stundinni og við ætlum að spá í spilin fyrir kvöldið. Það er ljóst að keppnin er hörð í kvöld og við það verður líklega mjótt á munum í fyrstu 10-12 sætunum.
Við spáum hér annars vegar topp 3 í sitthvoru lagi og hins vegar topp 10 saman en bæði í engri sérstakri röð.
Júróvisjon-vertíðinni 2015 lýkur nú í kvöld þegar við fáum að vita hver vinnur keppnina. Það þýðir bara eitt, það er ekki seinna vænna en að fara að huga að næstu vertíð!
Það eru eingöngu nokkrir mánuðir í að RÚV hefji að leita framlag fyrir Söngvakeppnina 2016, verði hún haldinn, og því ekki úr vegi að velta aðeins fyrir sér hvaða lagahöfunda væri gaman að sjá í þeirri keppni. AUJ á sér draum um að sjá nokkra höfunda í Söngvakeppninni bæði höfunda sem hafa tekið þátt áður sem og nýja. Við tókum saman drauma line-uppið fyrir úrslitakeppnina 2016.
Svala Björgvins, tók þátt í Laugardagslögunum veturinn 2007-2008. Hún var ein af þeim höfundum sem voru beðnir um að taka þátt og semja þrjú lög fyrir þáttinn. Það gerði Svala að sjálfsögðu, samdi tvær ballögður, If I ever fall in love again, I want be home to night og poppsmellinn The Wiggle wiggle song sem Haffi Haff söng og var nálægt því að komast í úrslit. Flest þessara laga eru ólík því sem hún gerir núna með hljómsveitinni sinni Steed Lord. Svala er því fjölhæf í tónlistarsköpun og því næsta víst að hún gæti auðveldlega hnoðað saman einu frábæru júróvisjon lagi!
Berndsen sagði í þættinum Árið er á Rás 2 að hann hefði verið að hugsa um að senda lagið Too late í júróvisjon. Það lag endaði hins vegar á mikilli diskódansplötu sem hann gerði með Þórunni Antoníu og Hermigervill hjálpaði til við. Berndsen hefur gert tvær plötur og er þekktur fyrir synthahljóðheim sem minnir á 9. áratuginn. Bendsen og Hermigervill hafa mikið unnið saman og því næsta víst að ef þeir hentu saman í júróvisjon lag yrði það frábært!
FM Belfaster líklega besta partýhljómsveit nú um mundir. Þau þurfa bara að stíga á svið og byrja og þá breytist allt í tryllt danspartý. Þau hafa gefið frá sér þrjár plötur, fullar af smellum. Hver vill ekki brjálað glimmer glans partý í júróvisjon?
Byrtafrá Færeyjum eru geggjað dúó sem semur fjári gott popp. Þau hafa gaman af glitrandi búningum og stemmningu og eru því tilvalin til að gera júróvisjon lag! Líklega þyrftu þau að fá íslenskan höfund í lið með sér en það er hægt um vik hjá þeim enda hefur Janus verið lengi í músík senunni á Íslandi. Til að mynda vinnur hann með Ólafi Arnalds undir nafninu Kiosmos en þeir hafa einmitt gert plötu með Friðriki Dór.
Trausti Bjarnason hefur nokkrum sinnum átt lag í Söngvakeppninni. Hann er algjör snillingur í að semja power ballöður og því væri ekki leiðinlegt að sjá hann hnoða í eina slíka í viðbót og vera með! Hver man ekki eftir Andvaka sem Guðrún Árný söng eða Þér við hlið sem Regína Ósk söng?
Skálmöld þarf nú varla að kynna fyrir neinum. Þeim hefur tekist að heilla fleiri en rokkáhugafólk með þjóðlagaskotnu þungarokkinu. Svo er Snæbjörn bassaleikari þeirra vanur í júróvisjon eftir frækna ferð með Pollapönki í fyrra!
Örlygur Smári er náttúrleg alvanur í Júrovisjon og líklega fáir sem hafa átt fleiri lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins en hann. Hann er langbestur í góðum júródanssmellum eins og This is my life! Svo má ekki gleyma því að hann er einn af höfundum Alls fyrir ástina með Páli Óskari!
Mammútog Júróvisjon eru líklega orð sem eru sjaldan notuð saman í setningu. Það má hins vegar vel hugsa sér að Mammút kæmi vel út í júróvisjon. Tónlistin þeirra er rokkuð en um leið mjúk og oft á tíðum mystísk og hittir beint í mark!
Amabadama kom sá og sigraði íslenska tónlistamarkaðinn sumarið 2014 með smellinum Hossa hossa. Reggí sést ekki mikið í júróvisjon en kannski er bara tími til komin og þá væru engir betur til þess fallnir en krakkarnir í Amabadama!
Páll Óskar er náttúrlega kóngurinn og það vilja allir fá hann aftur í Júrovisjon. Hann og Örlygur Smári ættu kannski bara að taka höndum saman og smella í góðan slagara, þeir myndu rústa þessu öllu!
Kæru lesendur, við óskum ykkur gleðilegs júrovisjon-dags! Þótt gengið hafi ekki verið sem skyldi fyrir Ísland á fimmtudaginn heldur gleðin áfram í kvöld og það stefnir í æsispennandi keppni.
Af því að júróvisjon er gleðibomba fannst okkur fátt meira við hæfi en að gleðja ykkur með síðustu myndum listamannanna okkar og eru þær sjálfsögðu af Gleðibankanum!
Stefáni Rafni hefur alltaf þótt vera eitthvað speisað við Gleðibankann.
Í kvöld er stóra stundin sem allir hafa beðið eftir og nú skulum við athuga hvað veðbankarnir (Oddschecker.com) hafa um þetta allt að segja:
Svona lítur þetta þá út! Ítalirnir sem hafa vermt bæði 1. og 2. sæti hafa fallið niður í það þriðja og Polina Gagarína velgir Måns undir uggum! Ástralía og Belgía eru sem betur fer á hæla þeirra. Inni á topp 10 lenda skv. veðbönkunum Eistland, Serbía, Noregur, Lettland og Aserbaídsjan.
Í botninunum verða Þýskaland, Svartfjallaland og Pólland skv. þessu.
Nú verður aldeilis gaman að sjá hversu sannspáir veðbankarnir reynast!!
Þar sem Júróvisjón er einn stærsti vettvangur í heimi fyrir nýja tónlist er alltaf hægt að reikna með heilmiklum hrærigraut tónlistarstefna á hverju ári. Margir aðdáendur keppninnar eiga sér þó uppáhalds atriði/uppsetningu atriðis sem þeir kjósa framar öðru. Einhver tegund tónlistar eða framsetning á tónlistinni sem hittir þá beint í hjartastað.
Hvað er það þá helst? Við skoðum í þessari greiningu fernt sem aðdáendur elska út af lífinu:
Balkanballöðurnar
Sérstök tegund ballaða sem tengist Balkanskaganum og löndum fyrrum Júgóslavíu. Yfirleitt fluttar á þjóðtungunni og notuð eru etnísk hljóðfæri. Samkvæmt aðdáanda Balkanballaðanna eru fallegu textarnir sérstaklega heillandi og þó að maður skilji þá ekki er eitthvað guðdómlegt í söng á tungumálum balkanþjóða. Í þeim má oft finna ákveðinn trega og sungið er um heitar tilfinningar, ástir og ástarsorg. Þetta þykir ofsalega heillandi fyrir marga sem geta alveg gleymt sér við hlustun á þeim. Meira um balkanballöður hér.
Zeljko Joksimovic – “Lane moje” (Serbía og Svartfjallaland 2004)
Dúettarnir
Vinsæl uppsetning atriða í Júróvisjón hlýtur að vera dúettarnir og á hverju ári eru þeir ansi margir – hér er allt um það! Dúettar geta náttúrulega verið jafn hræðilegir eins og þeir geta verið frábærir. Samkvæmt sérstökum dúettaaðdáanda er erfitt að setja fingurinn á það hvað nákvæmlega er svona heillandi við dúetta en kannski fyrst og fremst þegar flottar raddir sameinast í lögum af því að flott röddun er engu lík og þá er ekki verra að geta gaulað með og valið sér rödd eftir því hvernig skapið er þann daginn! Svo er náttúrulega dásamlegt þegar kemestríið á milli söngvara/söngkonu eða sama kyns er gott og skilar sér til áhorfenda af sviðinu.
Að undanförnu, eða á fyrstu árum aldarinnar, hefur verið nokkuð vinsælt að senda grínatriði. Þá er tilgangurinn að gera grín að keppninni eða flytjendunum sjálfum. Þessi atriði eru alveg sérstaklega bundin við Júróvisjón og ógleymanleg er auðvitað Silvía okkar Nott en með henni voru ákveðin vatnaskil (og flestir átta sig á því). Samkvæmt aðdáanda grínatriðanna er eitthvað ótrúlega sjarmerandi við það að þjóðir sendi einkahúmor að heiman á stóra sviðið og sjá hvernig gríninu er tekið í Evrópu. Annaðhvort floppar það alveg eða nær í gegn! Grínatriðin eru að sjálfsögðu mismetnaðarfull (eins og önnur Júróvisjón-lög) en húmorinn getur falist í laginu, texta lagsins (oftast), útliti og sviðssetningu og flutningi. Möguleikarnir eru ótrúlega margir og enn fleiri sem gætu misskilið brandarann á einhverju sviði. Grínatriðin geta auðveldlega náð frekar til sjónvarpsáhorfenda þar sem fólk kveikir á því að þarna er grín á ferðinni og tekur afstöðu til þess hvort það er fyndið eða ekki – mun meiri íhugun sem felst í því en hinu venjulega (og leiðigjarna) popplagi…
Dansinn er alveg órjúfanlegur hluti af Júróvisjon. Hann birtist auðvitað í alls konar formum og er eins og allt í keppninni; allt frá því að vera hræðilegur til þess að vera… tja, kannski ekki mind blowing, en allt að því! Það sem er svo frábært við dansinn er að samhliða því að horfa hvernig hreyfa má líkamann er hægt að horfa á það sem er hægt að túlka án allra orða. Þegar dansaðdáandi var spurður var svarið að dansinn yrði að vera bæði vel saminn, vel túlkaður og vel dansaður allt í senn til að það hafi áhrif. Svo er reyndar alveg rosalega gaman af dansi sem er mjög slæmur, stirðir mjaðmahnykkir og of ýktar hreyfingar geta til dæmis verið sprenghlægilegar. Það er því helst miðjumoðið sem er leiðinlegt, það er dansinn sem á að vera góður en er það ekki.
Flosi tók sér smá frí frá Júróvisjón-blöðrunni
og fór í vínsmökkun:
„Ég var ákveðinn í því að taka mér smá frí frá Júróvisjon til að skoða Vín og mér fannst tilvalið að drekka vín í Vín og fara í vínsmökkun. Ég vissi ekki betur en þetta væri smá smakk og kannski smá ostur en annað kom á daginn. Það var flokkur af Fáses-liðum mættur og vorum við hér um bil helmingur hópsins og þessi hópur er sko þekktur fyrir að skemmta sér.
Það byrjaði allt á siðsamlegum nótum og við fræddumst um hvernig vín er búið til. Það sem stóð upp úr hjá mér er að það er regla í Vín að vínbændur mega bara velja 3 þrúgur og þurfu að standa við það þar sem eftir er; til dæmis í hvítvíni mundi einhver velja Chardonnay, Riesling og Gewurztaminer. Svo var farið í vínsmökkunina sem er svo sem ekki frásögufærandi nema hvað að ég skil núna af hverju menn spýta víninu annars lagið úr munninum því að menn urðu ansi hressir. Hún Anna kom með skemmtilegan punkt um austurrísk vín að menn hafi bragðbætt það með frostlegi sem varð til þess að salan hrundi en menn segja að vínið hafi bara smakkast helmingi betra.
Það komu snilldar komment eins og “mmmmmm…. þetta er eins og bragðbætt hamsatólg” og svo var einn ónefndur meðlimur sem sagðist vilja stela glasinu því að hann safnar glösum af skemmtistöðum, já það er margt skrítið í kýrhausnum. Á leiðinni heim var sungið og hlegið og meira að segja voru sjálfboðaliðarnir komnir í glas og Fáses-meðlimir komu tveimum saman þannig við vonum að þar sé Júróvísion-ást að hefjast og þökk sé okkur muni Austurríkismönnum fjölga bráðlega.
Mikið var nú gott aðeins að fara úr Júróvision-blöðrunni og gera hluti sem ekkert tengjast Júróvisjón og koma svo ferskur… já, eða þunnur í næsta ævintýri.“
Nú í ár er þessi síða fimm ára og að því tilefni fannst okkur tilvalið að glugga aðeins í gamalt efni. Allt frá byrjun þar til í fyrra vorum við með lið sem við kölluðum Júró-nörd dagsins. Undir þeim lið fengum við allskonar júró-nörda til þess að svara nokkrum spurningum um keppnina. Meðal spurninga sem við höfum alltaf spurt er hvað sé besta júróvisjon lag allra tíma.
Hugmyndin hér var fyrst að taka saman þrjú vinsælustu uppáhaldslögin frá júró-nördunum. Þegar við fórum hins vegar að grafast fyrir um þau kom í ljós að það er enginn afgerandi sigurvegari! Við skoðuðum um 39 júró-nörda og samtals nefndu þeir 58 lög! Þetta kann að hljóma undarlega fyrir þá sem ekki fylgjast mikið með keppninni en auðvitað getum við nördarnir ekki alltaf bara nefnt eitt lag sem það besta og nefndu því margir meira en eitt og meira en tvö lög.
Þessi 58 lög voru frá 26 löndum. Þar af voru felst frá Svíþjóð og Ítalíu eða samtals 6 lög frá hvorri þjóð. Næst á eftir voru Danmörk, Noregur og Írland með fjögur lög hvert. Af þessum 58 lögum sem nefnd voru, voru tvö lög sem voru nefnd oftast, en þó ekki nema fimm og sex sinnum. Það kemur fáum á óvart að það sem oftast var nefnt, eða sex sinnum sé lagið Waterloo sem Abba vann með árið 1974 enda hefur það verið kosið besta júróvisjon lag allra tíma. Fast á hæla Waterloo var lagið Lane Moje eftir Zjelko Joksimovic og keppti fyrir Serbíu og Svartfjallaland árið 2004. Lögin All kinds of everything og Eres tu voru þar á eftir eða nefnd fjórum sinnum. Önnur lög voru nefnd sjaldnar og í heildina voru 33 lög sem voru bara nefnd einu sinni.
Listinn var afar fjölbreyttur eins og sjá má hér fyrir neðan og mörg lögin komu okkur alls ekki á óvart enda úr ótal lögum að velja. Það voru þó nokkur sem okkur hefði aldrei dottið sjálfum í hug! Kíkjum á nokkur.
Kan með Duo Datz frá Ísrael keppti árið 1991. Lagið lenti í 3. sæti á eftir C’est Le Dernier Qui A Parlé Qui A Raison frá Frakklandi og auðvitað sjálfri Carolu með Fänget av en stormvind.
Það muna efalaust margir eftir þessu framlagi Norðmanna frá árinu 2000 þó fáir segi líkleg að það sé þeirra uppáhald! Þær Charmed stúlkur lentu í 11. sæti.
Strax á árið eftir að Norðmenn sendu Charmed sendur Rússar stórhljómsveitina Mummiy Troll og fluttu þeir lagið Lady Alpine Blue og lentu í 12. sæti.
Andorra hefur sannarlega ekki riðið feitum hesti frá keppninni. Einn júró-nördinn nefndi þó lag frá Andorra sem sitt uppáhalds og var það lagið Sense Tu frá árinu 2006.
Þessi óperubakraddaskotni80’ssynthaslagari var líka nefndur einu sinni en hann sendu Ítalir árið 1984 og lentu í 5. sæti.
Einhverjum gæti þótt það undarlegt að Euphoria komist ekki á listann er það líklega ekki til að segja neitt um vinsældir þess hjá júró-nördunum enda var mestur fjöldinn spurður á árunum 2010-2013 og oft þarf aðeins lengri tíma til að lög síist inn. Það kom okkur hins vegar á óvart að enginn nefndi sigurlagið Wild Dances með Ruslönu!
Eins og þið vitið öll, komst Ísland því miður ekki áfram í gærkvöldi og spáin okkar gekk því ekki alveg fullkomnlega eftir (8 og 9 af 10 áfram, sbr. hér) Ýmislegt var skrítið og skemmtilegt í gær og hér kemur það sem kom okkur mest á óvart:
* Að Månsinn skyldi negla þetta og skilja alla eftir með stjörnur í augunum þrátt fyrir að hafa verið með nánast nákvæmlega sama atriðið og í Melodifestivalen
* Að tékkneska gellan vildi ekki vera í skónum sem hún var send í á sviðið!
* Fullkomnlega skotheldur flutningur hjá svissnesku píunni – og svo komst hún ekki áfram!
* Ótrúlega sérstakar höfuðhreyfingar slóvensku gellunnar, ætli heyrnartólin séu farin að síga aðeins í?
* Nýuppgötvaður húmor og afslappelsi í kynnunum – þær voru barasta ekkert eins hræðilegar og á þriðjudag!
* San Marínó – en þau voru krúttleg í þessum yndislegu hallærislegheitum. Ágætt að heyra það bara einu sinni.
* Hversu mikið pólska sviðsetningin minnti á dömubindaauglýsingu. Við höfum heyrt fólk sem fann sterka lavander-lykt þarna undir lokin?!