Yfirferð framlaga 2015 – 9/40 – Serbía

Lag: Beauty never lies
Flytjandi:  Bojana Stamenov
Hvenær: Fyrra undankvöld 19. maí

Baksagan:
Sjarmatröllinu Bojönu hefur dreymt um að syngja í Eurovision frá því að hún var barn. Hún bar sigur úr býtum í Serbia got talent árið 2012 og rúllaði upp hinum tveimur keppinautunum í Odbrojavanje za Beč (undankeppninni heima fyrir). Lagið hét upphaflega „Ceo svet je moj“ eða Heimurinn er minn og þegar Bojana og lagahöfundur hennar völdu ensku útgáfuna fram yfir þá serbnesku, fór um serbneska ríkissjónvarpið RTS þar sem forsvarsmenn þess hafa ætíð kosið að senda frekar framlög á þjóðtungunni. Allir muna eftir Moltivu 2007. Ástæðuna segir Bojana vera þá að með enskunni nái hún að koma skilaboðunum áleiðis. Tja, bara svoldið eins og Pollapönkararnir í fyrra, muniði?! Svo finnst okkur hún glettilega lík henni Chiöru maltnesku – og hver elskar ekki Chiöru??

Álit Eyrúnar:
Þetta lag fannst mér dásamlegt á serbnesku, og þar sem Serbar hafa alltaf sungið á serbnesku fannst mér þeir bregðast mér dálítið. Önnur vonbrigði voru þegar frábæra aðdáenda-myndbandið sem hefur verið hið opinbera myndband lagsins (sjá hér að ofan) vék fyrir nýju, stílíseruðu myndbandi með ákaflega fitt, flottu og léttklæddu fólki, en ekki aðdáendunum sem fengu að senda sínar útgáfur! Þar finnst mér aðstandendur serbneska atriðisins vera að skjóta sig í fótinn með þessu: „I’m different and it’s OK“. Skammskamm!!  Lagið (eða seinnihluti þess) er þetta týpíska júrótrass og ég fagna því í ballöðubendunni í ár, loksins eitthvað hresst!

Álit Hildar:
Europopptaktur tékk, eurovisionhækkun tékk, breyta um lag í miðju lagi tékk, skilaboð tékk, sungið á ensku tékk, rétt próduseríng tékk, frambærilegur söngur tékk, hentar fyrir sviðsetningu í sjónvarpi tékk. Getur maður beðið um eitthvað meira?

Möguleikar:
Serbar drógu sig í hlé í fyrra eftir að hafa ekki komist í aðalkeppnina árið áður. Það er erfitt að toppa sig í fyrsta sinn sem þeir taka þátt en þó má alveg eiga von á að lífleg framkoma Bojönu og staðreyndin að lagið er hressilegt og litríkt skili þeim í aðalkeppnina. Sem stendur er lagið í 20. sæti í veðbönkum (Oddschecker.com) og spurning hvernig framhaldið verður fyrir Bojönu!

588811_vlada-vuksanovic-bojana-stamenov-01-foto-beogradnocu-com_orig

Bojana ætlar sannarlega að slá Eurovision-boltann aftur heim í hérað! Serbar vilja sigur!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s