Yfirferð framlaga 2015 – 10/40 – San Marínó

Lag: Chain of Lights
Flytjandi: Anita Simoncini og Michele Perniola
Hvenær: Annað undankvöld 21. maí

Baksagan:
Yngsti dúett Eurovision-sögunnar (32 ár samanlagt!) stígur á svið fyrir San Marínó í ár. Sem þýðir bara eitt: Valentina Monetta er hætt í bili! En Ralph Siegel er hvergi nærri hættur og sendir hér með 24. lagið sitt í Eurovision. Friðarboðskapurinn er alls ráðandi hjá þessu örríki og því senda þau ítalskan dreng og sanmarínaska stúlku. Þau kepptu bæði í Junior Eurovision á undanförnum árum, Anita sem hluti söngsveitarinnar The Peppermints (2014) og Michele árið 2013:

Álit Hildar:
Það var með herkjum sem ég komst í gegnum lagið! Til að gulltryggja að mér þætti það örugglega leiðinlegt þá hlustaði ég á það aftur. Og það var alveg jafnleiðinlegt. Lögin hans Ralph hafa ekki verið neitt upp á marga fiska undanfarin ár og honum fer bara hrakandi með hverju árinu greyinu. Ef San Marino á ekki sína eigin lagahöfunda hvernig væri þá að kíkja frekar til Svíþjóðar en til Ralphs?!

Álit Eyrúnar:
Jæja já, nú eru krakkarnir úr Junior Eurovision farnir að hellast í aðalkeppnina – og er það vel! Flott að nýta talentana áfram, þetta eru s.s. einu keppendur San Marínó í JESC. Þið munið kannski eftir Tolmachevy-tvíburunum frá Rússlandi í fyrra – sem höfðu einnig tekið þátt í JESC? Burtséð frá öllum barnslegum krúttlegheitum, þá get ég ekki lag sem hefst á orðinu „No“ (Michele)! Hvað er eiginlega verið að meina með því? „Nei, ég vil þetta ekki – sendiði frekar Valentinu í fjórða sinn!“ Lagið er líklega það slakasta í ár og ég get varla hlustað á það. San Marínó á eftir að sitja eftir með sárt ennið, vitið til!

Möguleikar:
San Marínó hvílir í 39. sæti í veðbönkum (Oddschecker.com) og án þess að vilja þeim neitt illt, greyjunum, höfum við ekki mikla trú á að það breytist með tíð og tíma!

sm

Ber er hver að baki nema sér Junior Eurovision-bróður og systur eigi!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s