Sögustund AUJ: Þau lönd sem ekki eru með 2015!

Jæja, krakkar! Við stöllurnar ætlum að reyna að vera með reglulegar Sögustundir AUJ, þar sem við förum yfir sögulegar staðreyndir og skemmtilegheit. Við viljum líka benda ykkur á undirsíðuna Uppáhalds en þar höfum við skutlað inn hinu og þessu skemmtilega framlagi og fjallað um það sérstaklega. Við ætlum líka að ná heildarmynd og byrjum þessa Sögustund á þeim löndum sem ekki eru með í keppninni í ár en hafa verið með í gegnum tíðina  … a.m.k. þau sem eru til í dag…

EKKI MEÐ 2015

Andorra

Örríkið Andorra hefur sex sinnum tekið þátt í Eurovision, fyrst 2004 og síðast 2009. Því miður hefur Andorra skipað sér sess með landa í Evrópu sem hafa aldrei komist í aðalkeppnina – þar eru Tékkar með þeim í liði! Eymingja Andorra, þeir hafa lagt sig fram um að hafa flest framlögin á katalónsku – heimamálinu – en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Hafa sent dramatísk ástarlög, hress popplög og jafnvel eitt lag um umhverfisvernd. Síðasta framlagið var aðfluttur Andorrabúi, hin danska Susanne Georgi sem var í dúettnum Me&My (var vinsæll í 90’s-skandinavíu-unglingaheiminum)

Bosnía

Bosníumenn hafa tekið þátt frá árinu 1993 og voru síðast með 2012. Þá voru þeir í aðalkeppninni þar sem þau lentu í 18. sæti. Síðan þá hafa þeir tekið sér kúnstpásu en við getum verið sammála um það hér á AUJ að það er sjónarsviptir af þeim. Alltaf hressilegt balkanpopp og möguleiki á balkanballöðum (BB) sem við erum svag fyrir (halló Lejla 2006!) – komið aftur Bosníumenn! Uppáhalds var samt hann Deen sem var á diskótekinu 2004, svona líka hress:

Búlgaría

Búlgarar eru pínu misskildir Eurovision-keppendur. Þeir hafa keppt níu sinnum í Eurovision, fyrst 2005 og síðast 2013. Einu sinni, 2007, hafa þeir komist í topp 5 og þar í 5. sæti. Annars hafa þeir ekki komist í aðalkeppnina. Voru ansi nálægt því árið 2012 þegar framlagið var í 10. sæti ásamt Noregi en Noregur fór áfram. Búlgarar hafa yfirleitt sent brjáluð partílög sem gaman er að dilla sér við, danstónlist sem ber keim af þjóðlagahefðum svæðisins (halló Elitsa&Stoyan árin 2013 og 2007!) Við grétum á keppninni í Noregi 2010 þegar vinur okkar hann Miro komst ekki áfram í aðalkeppnina; þvílíkur performans!!

Króatía

Annað balkanland sem hefur tekið þátt frá 1993, en nú síðast 2013. Króatar hafa verið nokkuð farsælir og hrepptu 4. sæti árin 1996 og 1999 sem er þeirra besti árangur. En eftir að hafa dottið út í undankeppnunum á hverju ári frá 2010-2013 gáfust þeir upp. Þeir áttu sko hvern smellinn á fætur öðrum á tíunda áratugnum og hafa prófað ýmislegt annað; BB, poppballöður, danslög, undarlegt popp (halló Moja stikla 2006!) og meira að segja karlakór! Við segjum: Farið aftur í frábæru melódísku/dramatísku lögin frá 90’s – eins og hina ógleymanlegu Nostalgiju (1995):

Lúxemborg

Sigursælasta þjóðin sem ekki er lengur með, sigraði fimm sinnum (1961,1965, 1972, 1973 og 1983). Af ástæðum sem aðdáendur skilja ekki (en hefur að gera með áhugaleysi ríkissjónvarpsins) hefur Lúxemborg ekki tekið þátt frá árinu 1994. En frá 1956 misstu þeir bara af einni keppni, 1959. Yndisleg lög mörg af þessum elstu, þar sem einfaldleikinn réði sem og gæði laganna. Uppáhalds er þó framlagið frá 1980 þar sem risa mörgæsarpabbi er í aðalhlutverki:

Mónakó

Annað örríki sem tók 24 sinnum þátt, fyrst árið 1959 og nú síðast 2006. Besti árangur var sigur árið 1971. Fengu núll stig 1966. Tóku hlé frá 1979 til 2004 en þar sem árangurinn var dræmur 2004-2006 (komust aldrei í aðalkeppnina) drógu þeir sig aftur í hlé. Auk þess að vera eina landið sem syngur alltaf á frönsku með Frakklandi voru lögin nánast alltaf dramatískar ballöður. En auðvitað einstaka popplag – eins og þetta rífandi stuð frá 1967:

Morrokó

Hefur einu sinni árið 1980, fyrst Afríkuþjóða og sungu á arabísku. Tóku þátt þar sem Ísrael var ekki með þetta ár. Lentu í 18. sæti og fengu öll sín 7 stig frá Ítalíu. Svona hljómar það:

Slóvakía

Slóvakar tóku fyrst þátt árið 1994 þegar þeir voru sjálfstæðir frá Tékklandi. Svo aftur 1996 (besti árangurinn: 18.sæti) og 1998, en tóku síðast þátt árið 2012, þar sem þeir höfðu lent í síðasta sæti í undankeppninni. Árin á undan höfðu líka verið frekar tragísk: komust ekki upp úr undankeppnunum og lentu í 13. sæti 2011, 16. sæti 2010 og 18. sæti 2009. Við vorum nokkuð hrifnar af skógarstemmingunni í Osló 2010 með Horehronie:

Tyrkland

Langflestir aðdáendur Eurovision-keppninnar sakna Tyrkja mikið úr þessum lagahrærigraut því að tyrkneska tónlistin er svo afgerandi og áhugaverð. Þeir voru líka með fyrstu „exótísku“ þjóðunum sem tóku þátt árið 1975. Síðasta framlagið var árið 2012 í Baku og þar var það 7. sæti – en þá höfðu Tyrkir alltaf komist í aðalkeppnina nema árið 2011. Nokkuð fullkomið skólabókardæmi um velheppnað tyrkneskt Eurovision-lag var sent í keppnina árið 1997 og hafnaði í 3. sæti (halló Dinle!)

Úkraína

Vegna ástandsins heima fyrir sá Úkraína sér ekki fært að taka þátt í ár. Þessi þjóð sem hefur 12 sinnum tekið þátt, fyrst 2003 og síðast 2014 hefur verið ein farsælasta austantjaldsþjóðin. Úkraínumenn unnu auðvitað 2004 (halló Ruslana frábæra!) en versti árangurinn var 19. sæti 2005 í aðalkeppninni, árið sem þeir héldu keppnina og í eina skiptið sem þeir hafa sungið á heimamálinu. Það er svo erfitt að velja eitt framlag, þau eru hvert öðru stórfenglegra en ætli Verka elskan Serduchka segi þetta ekki best: Tanzen!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s