Yfirferð framlaga 2015 – 8/40 – Slóvenía

Lag: Here for you
Flytjandi: Maraaya
Hvenær: Annað undankvöld 21. maí

Baksagan
Marjetka og Raay eru músíkalskt danstónlistarpar og hljómsveitin, sem er um ársgömul, ber nöfn þeirra beggja. Þau báru sigur úr býtum í undankeppninni EMA 2015 í heimalandinu. Marjetka vakti þar athygli í brúðarkjól með risastór heyrnartól og þau hafa orðið hennar helsta einkennismerki. Maraaya sjá keppnina sem glugga út til Evrópu en hafa ekki mikil afskipti haft annars af Eurovision. Þar sem þau eiga tvö ung börn, sem fylgja með á Eurovision, verða þau sennilega fyrst heim af djamminu, en luft-fiðluleikarinn heldur ef til vill uppi heiðrinum? Þau leggja mikið upp úr kynningum á laginu, m.a. með þessari acappella-útgáfu (Glee hvað?)

Álit Hildar

Hér er sko ekkert verið að draga hlutina á langinn! Lagið byrjar strax á viðlaginu og eftir örfáar sekúndur er danstakturinn mættur á svæðið og viðlagið aftur á 48. sekúndu lagsins! Það er jú kannski það sem nær manni við lagið, enginn löng intró, ekkert ballöðuvæl, enginn mega boðskapur, bara hressandi popplag sem er sko velkomið í öllu þessu ballöðufári sem keppnin er í ár. Heyrnatólin eru æði og ef ég yrði í Vín myndi ég örugglega bara rölta með þau um bæinn alla daga! Svo náttúrlega blikkar Raay áhorfendur svona rétt eins og Björn Jörundur gerði í Söngvakeppninn og hver veit nema það fleyti þeim eitthvað áfram.

Álit Eyrúnar
Frábært lag, eitt af mínum uppáhalds – eftir að ég komst yfir hversu mikið söngkonan stælir hina bresku Duffy – sjá t.d. hér.  Lagið er mjög hressandi og danslagið í keppninni að mínu mati. Heyrnartólin eru skemmtilegt einkennismerki; ég sé fólk fyrir mér á keppninni að styðja sína konu með risastór heyrnartól!  

Möguleikar
Slóvenía verður næstsíðust á svið í ár í undankeppninni og sú staðreynd ásamt því að vera með lag sem er ólíkt öðrum í ballöðustorminum í ár, kemur til með að fleyta þeim nokkuð örugglega inn í úrslitin. Maraaya fylgir Tinköru Kovac eftir sem kom Slóveníu í aðalkeppnina í fyrsta sinn frá 2011. Veðbankarnir spá Slóveníu 8. sæti (Oddschecker.com) og það hlýtur að teljast mjög gott!

maraaya_copy6

Hey, höldum niðri í okkur andanum þangað til við förum á svið!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s