Veðbankarnir opnaðir – Góðan daginn, Evrópa!

Veðbankaspár eru eins fastur liður í Eurovision-undirbúningnum og yfirferð Páls Óskars á Rás 2 í Eurovikunni. Við höfum stundum tekið þann pól í hæðina að pæla í veðbönkunum ca. mánuði fyrir keppnina. Fyrr en það er ekki alltaf mikið að marka og samkeppnin ekki farin að harðna neitt að ráði – þrátt fyrir að lögin séu öll verið tilkynnt formlega um tveimur mánuðum fyrir keppni.

Svona lítur staðan út í dag, 27.4.:

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Svíþjóð Ítalía Ástralía Eistland Noregur
Paddypower.com Svíþjóð Ítalía Ástralía Eistland Finnland
William Hill Svíþjóð Ítalía Ástralía Eistland Finnland
ESC stats.com Eistland Ítalía Svíþjóð Slóvenía Noregur
Júróvisjón 2015-hópurinn á FB Noregur Ítalía Svíþjóð Ástralía Eistland
OGAE Big Poll Ekki birt Ekki birt Ekki birt Ekki birt Ekki birt

Við höfum bætt inn í listann okkar góða hinum frábæra „Júróvisjón 2015″-hópi á FB en þar er kosið vikulega um topp 5-lögin af miklum móð! Annars er augljóst að lítil fjölbreytni er í spám hinna opinberu veðbanka; skiptast á að hafa Noreg og Finnland í 5. sæti en önnur eru eins. Það eru aðdáendaspárnar sem brjóta þetta upp, en þrátt fyrir það hafa enn ekki verið birtar neinar kosningatölur frá stóru aðdáendasamtökunum, OGAE International.

Sem stendur er Ísland í 10. sæti í opinberu veðbönkunum – og það verður spennandi að fylgjast með tímanum fram að keppni!

Að lokum rákumst við á sérlega skemmtilega tölfræði hér sem sýnir glögglega að þeir sem stíga á svið í seinni helmingi aðalkeppninnar bera greinilega oftast sigur úr býtum (krossum fingur!):

Ár Sigurland Nr. á svið í aðalkeppni
2014 Austurríki 11
2013 Danmörk 18
2012 Svíþjóð 17
2011 Aserbaídsjan 19
2010 Þýskaland 22
2009 Noregur 20
2008 Rússland 24
2007 Serbía 17
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s