Alveg týpískt júróvísjonlag

spaugstofan

Spaugstofuna þarf vart að kynna fyrir neinum enda hafa þeir verið fastagestir á skjám landsmanna um árabil. Þar gerðu þeir grín að landi og þjóð með ýmsum hætti og margt af því sem þeir hafa gert er orðin gamanklassík. Söngvakeppni Sjónvarpsins og júróvision var þar ekki undanskilið.

Þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson hófu sína fyrstu þáttaröð af Spaugstofunni á RÚV í byrjun árs 1989. Strax árið eftir voru þeir með innslög í Söngvakeppni Sjónvarpsins og gerði nokkur ár þar á eftir. Innslögin tengdust Söngvakeppninni oftast ekki neitt en enduðu oft á eigin júróvision-framlagi Spaugstofumanna. Þá gerður þeir, eins og von var, líka sínar eigin útgáfur af framlögum okkar í júróvision. Þar er skemmst að minnast laga á borð við Út úr kú (Sjúbídú) og útgáfa þeirra af Einu lagi enn sem lenti í 4. sæti í Zagreb árið 1990.

1989
Árið 1989 var það lag Valgeirs Guðjónssonar, Það sem enginn sér, í flutningi Daníels Ágústar sem sigraði í vali milli sex laga. Gengi lagsins í Lausanne í Sviss er geymt en ekki gleymt enda hlaut það núll stig. Hins vegar varð lagið Alpatvist eftir Geirmund Valtýsson í flutningi Bítlavinafélagsins í öðru sæti. Þar sem það var bæði hressara og já, líklega skemmtilegra lag, tóku Spaugstofumenn það upp á sína arma og fluttu sem Alkatwist!

1992
Þetta ár var Spaugstofan með nokkur innslög milli laga í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem kölluðust Lífsbarátta landans og fjallaði um hinn undarlega þjóðflokk Íslendinga. Innslögin enduðu á framlagi Spaugstofumanna í Söngvakeppninni sem fjallaði einmitt líka um land og þjóð auk þess sem þeir félagar gerðu stólpagrín að Söngvakeppninni.

1991
Vinsælasta júróvisionframlag okkar meðal Íslendinga er án efa Draumur um Nínu sem Stebbi og Eyvi fluttu í Róm árið 1991. Því gekk ekkert allt of vel – endaði þar í 15 sæti en varð að ódauðlegum hittara med det samme hér heima. Þetta ár urðu líka stjórnarskipti á Alþingi. Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar varð til (Viðeyjarstjórnin) með samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem hafði kjörtímabilið á undan unnið í vinstri stjórn með Alþýðubandalagi, Borgarflokknum og Framsóknarflokknum. Spaustofumenn sáu þarna leik á borði að sameina þetta og fluttu Draum um Nonna vorið 1991!

1990
Í fyrsta skipti sem Spaugstofan var með innslög í Söngvakeppninni enduðu þeir á sínu fyrsta júróvísjon-lagi. Þar sungu fjöldinn allur af persónum úr Spaugstofunni og lagið, sem nefndist Alveg týpískt júróvisjónlag, er líklega þeirra allra eftirminnilegasta lag!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s