Yfirferð framlaga 2015 – 7/40 – Spánn

Lag: Amanecer
Flytjandi: Edurne
Hvenær: Aðalkeppnin 23. maí

Baksagan
Spánn er að spýta aðeins í lófana þegar kemur að Eurovision; fyrst Þjóðverjar og Austurríkismenn geta þetta ennþá, hlýtur þeirra móment að koma, eða hvað? Edurne sem er þekkt sjónvarpsstjarna og kærasta Man.united-fótboltastjörnu, var því fengin til að flytja lag frá skotheldum sænskum lagahöfundum (Thomas G:son sem átti Euphoriu og  Tony Sánchez-Ohlsson sem samdi m.a. lagið hennar Pastoru Soler 2012 „Quédate conmigo„) Og hún er þrusuflytjandi eins og sést hér:

Álit Hildar
Þvílíkt drama sem Spánverjar bjóða okkur upp á í ár! Risastórt lag með miðaldaævintýraþema myndbandi þar sem bónorð breytist í hrylling, Edurne hleypur og biðilinn líka, fálkar koma við sögu og hellisdyr sem ábyggilega opnast ekki nema nægilega margir öskri ,,Harka parka innskal arka“! Og ekki má gleyma trúlofunarhringnum merktum hinum örlagaríka degi 23. maí 2015. Það er ekki laust við að kona sé bara örlítið þreytt eftir allt þetta á 3 mínútum. En þar sem leiða má líkur að því að hvorki hellisdyr né rándýr mæti á sviðið í Vín og það er ekki nægileg stór til að fara í langhlaup á 3 mínútum þá fái lagið meiri athygli en það gerir í myndbandinu sem er stórgott því þetta er ábyggilega besta framlag Spánverja í áratugi, bæði smellið og sænskt!

Álit Eyrúnar
Jú, Edurne er með’etta! Ef flutningurinn verður pottþéttur (engin falskheit eða slíkt) verður þetta áreiðanlega mikið sjónarspil á sviðinu í Vín. Mér sýnist reyndar sviðsmyndin ekki leyfa neina gladiatora með tígrisdýr en við skulum sjá til 🙂 Ég var a.m.k raulandi viðlagið eftir eina hlustun „iiiieeeeiiiieeeeooooo“ – festist rækilega í hausnum á manni.

Möguleikar
Edurne er sem stendur í 13. sæti í veðbönkum (Oddschecker.com) og er á fljúgandi siglingu, leggur mikið í kynningarstarf með órafmögnuðum flutningi og sinfóníuhljómsveit. Það verður þó að segjast að möguleikar hinna stóru þjóða eru sennilega minni þar sem þau fá bara einn flutning á sínu framlagi en önnur lög í úrslitunum tvo. Og Spánn hefur sannarlega ekki verið í náðinni frá svona ca. 1969!

Edurne hefur slegið í gegn sem Sandy í Grease - og nú vill hún Eurovision-titillinn (wúhúhú, þú ert allt sem ég vil)!

Edurne hefur slegið í gegn sem Sandy í Grease – og nú vill hún Eurovision-titillinn (wúhúhú, þú ert allt sem ég vil)!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s