Yfirferð framlaga 2015 – 6/40 – Svartfjallaland

Lag: Adio
Flytjandi: Knez
Hvenær: Seinna undankvöld 21. maí 

Baksagan
Zeljko Joksimovic, velkrýndur konungur Balkanballaðanna (BB) og hinn nýi Hr. Eurovision (Hr. Logan má muna sinn fífil fegurri…) snýr aftur með enn eina þjóðlagasnilldina. Hinn velþekkti Knez, eða Nenad Knežević eins og hann heitir fullu nafni, flytur en hann hefur átt góðu gengi að fagna í fyrrum Júgóslavíu frá því að hann hóf sólóferil sinn árið 1992. Hann var þó töluvert meira í danspoppinu til að byrja með – eins og eitt þekktasta lag hans, Ti si kao magija, ber gott vitni um:

Lagið Adio er á hinn bóginn sannkölluð balkanballaða og hefst á 30 sekúndna inngangskafla án söngs. Myndbandið sýnir ákafa Svartfellinga í að sýna fegurð landsins (kannast einhver við svona náttúrurúnk, ehemm!?).

Álit Hildar
Húrra fyrir því að BB er ekki dauð í júróvisjon en Svartfellingar halda upp heiðri hennar í líkt og í fyrra. Þrátt fyrir að Adio sé samið af kónginum Zeljko þá er þetta langt frá því að vera hans besta og hljómar meira eins og eitthvað endurunnið sem hann hefur gert mögum sinnum áður. Lagið stendur þó undir nafni sem BB með hljómþýðum karlsöngvara, fiðluleik og löngum inngangskafla. Ég verð þó að segja að ég varð fyrir vonbriðgum þegar ég heyrði lagið enda bjóst ég við meira af Zeljko!

Álit Eyrúnar
Ég var guðslifandi fegin að frétta að það yrði ein alvöru BB í ár – Zeljko sé lof og dýrð! Þetta er vissulega engin Lane Moje, en fyrir mig er þetta alveg nóg. Í ár eru bara 7 lönd sem syngja ekki á ensku, Svartfjallaland þeirra á meðal, og þetta er klárlega uppáhalds lagið mitt sem er ekki á ensku! Knez er nú kannski ekkert svakalega fyrir augað, en við skulum vona að sviðsetning og pródúksjónin verði þannig að lagið njóti sín til fulls í staðinn fyrir að setja hann alltof mikið í mynd… Ég hlakka mikið til að sjá Svartfjallaland og hvort þau komist áfram!

Möguleikar
Svartfellingar komust í aðalkeppnina í fyrsta sinn í fyrra þegar Moj Svijet vann hug og hjörtu evrópskra áheyrenda/áhorfenda með fallegri BB! Nú er Svartfjallaland í 36. sæti veðbankans (Oddschecker.com) og við verðum að sjá hvort framvindan verði Knez í vil en það er ljóst að BB, og ekki síst Zeljko, eiga marga aðdáendur í álfunni! Því má þó ekki gleyma að keppnin í ár er mikil ballöðukeppni og því alls ekki víst að þessi nái eins vel í gegn og margar aðrar BB á undan henni.

 Syngur í sturtuhausinn - vonandi ekki svanasönginn!

Syngur í sturtuhausinn – vonandi ekki svanasönginn!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s