Yfirferð framlaga 2015 – 5/40 – Sviss

Lag: Time to shine
Flytjandi:
 Melanie René
Hvenær: Seinni undankeppni 21. maí

Baksagan
Frá því að Svisslendingar tóku upp á því aftur að hafa forvalskeppni fyrir júróvision 2011 hlýtur val þeirra að teljast með þeim flóknari í Evrópu! Í Sviss eru fjórar opinberar sjónvarpsstöðvar, ein fyrir hvert opinbert tungumál en þau eru þýska, franska, ítalska og romansh. Allar stóðu þær fyrir sínu eigin vali á lögum til að keppa í forvalskeppninni sem nefnist einfaldlega Die große Entscheidungsshow eða Stóri valþátturinn! Að lokum kepptu sex lög í lokakeppninni í janúar þar sem hin máretíusættaða Melanie sigraði. Melanie þessi hefur svona meira verið að læra að syngja en meika það en ætlar sér að meika það með fyrstu sólóplötunni sinni sem er væntanleg í kringum júróvisionkeppnina. Til eru að minnsta kosti tvö opinber myndbönd við lagið auk þess sem framlag hennar hefur orðið nokkrum innblástur í gerð ýmiskonar vídeóa – meðal annars þessa:

Löngum hafa keppendur Sviss komið frá þýskumælandi hluta landsins. Melanie er hins vegar frá Genf og fyrsti fulltrúi frönskumælandi Sviss frá árinu 1996 og í raun fyrsti fulltrúi frá Genf síðan 1992!

Álit Hildar
Lagið greip mig engan veginn í fyrstu hlustun og ég gat ekki fyrir mitt litla líf munað það. Ekki einu sinni þegar ég var búin að hlusta á það 10 sinnum í röð, þá hljómaði enn sænska lagið í höfðinu á mér, sem ég hafði einmitt verið að hlusta á næst á undan!  Mér finnst samt lagið skemmtilegra með hverri hlustun en það er líklega ekki mjög júróvisionvænn eiginleiki. Ekki besta lagið en heldur ekki versta lagið!

Álit Eyrúnar

Ég gleymi ítrekað hvaða framlag Sviss er með í ár! Satt best að segja hefur þetta lag líka verið svo lengi út í júró-kosmósinu að ég er komin með leið á því. Viðlagið er þó ágætlega grípandi, að minnsta kosti við fyrstu hlustun. Ég geri mér grein fyrir því að einhverjir komi til með að fíla það í fyrstu hlustun (í keppninni sjálfri) en sjálf tek ég pissupásu, trúi ég!

Möguleikar 
Möguleikar Sviss á því að komast í aðalkeppnina í ár teljum við slakar. Lagið er í sterkara lagi, ballaða en samt ekki, en það er eitthvað óeftirminnilegt við það. Melanie er hins vegar hörku söngukona. Hún tapar líklega á því að vera strax á eftir Svíþjóð sem er náttúrlega það lag sem allir eru að tala um og verður mikið fyrir augað (ekki bara Måns heldur líka grafíkin!). Samkvæmt Oddschecker.com er Melanie í botnbaráttunni í veðbönkunum en þeir hafa ekki alltaf verið sannspáir!

,,Kjóstu mig góði

,,Kjóstu mig góði“ gæti Melanie sannarlega verið að segja hér!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s