Yfirferð laga 2015 – 4/40 – Svíþjóð

Lag:  Heros
Flytjandi:  Måns Zelmerlöv
Hvenær: Seinni undankeppni 21. maí

Baksagan
Herra Zelmerlöv (frændi Selmu Lagerlöf – nei djók!) gæti auðveldlega fengið nafnbótina Hr. Melodifestivalen þar sem hann er þar öllum hnútum kunnugur (þyrfti samt að deila nafnbótinni með þeim nokkrum…). Hann tók þar þátt árin 2007 og 2009 og hefur verið á skjánum sem kynnir í söngkeppnum og þáttum og hvert mannsbarn þekkir hann í Svíþjóð. Á sviðinu í Melodifestivalen hafði hann stórfenglega grafík sem reyndar hefur verið nokkuð umdeild þar sem staðhæft er að þetta sé allt meira og minna stolið (samsæriskenningar í Eurovision? Nei hættiði nú alveg!) – hér má m.a.s. sjá eina slíka framsetningu:

Álit Eyrúnar
Ég féll sko alveg í stafi þegar ég heyrði þetta lag fyrst – fannst þetta lag hafa sama „wow-factor“ og Euphoria t.d. Síðan hef ég hlustað gegndarlaust á það (þið þekkið þetta!) og það hefur sýnt sig að mínu mati að þetta er ekki alveg eins skotheld tónsmíð og sigurlag Eurovision 2012, og ég er orðin pínu leið á Måns greyinu. Þetta er samt mjög fínt popplag og svona „anthem“-lag. Með grafíkinni sem þjónar svo afskaplega vel sjónræna hluta keppninnar kemur þetta til með að slá algjörlega í gegn!

Álit Hildar
Ákúrat öfugt við Eyrúnu sá ég engann vá-faktor í Heros þegar ég sá og heyrði það fyrst. Reyndar gerði það ekki heldur þegar ég sá og heyrði Euphoriu fyrst en það er önnur saga! Lagið vinnur aðeins á (svona þegar maður kemst í gegnum þennan undarlega kántrí kafla í byrjun – hver ákvað þetta eiginlega?!) en eftir að myndband við lagið án grafíkurinnar á sviðinu var gert sést svo vel hvað lagið er slakt í stúdíóúgáfu. Þess vegna er nú alveg frábært fyrir Måns að júróvision er keppni í sjónvarpi þar sem sviðssetning vegur að minnsta kosti jafn mikið og lagið!

Möguleikar
Svíar eru meðal sigursælustu þjóða í Eurovision og gengi þeirra hefur verið mjög gott undanfarin ár – raunar svo gott að í þetta eina skipti sem þeir komust ekki í aðalkeppnina (með aumingja Önnu Bergendahl árið 2010) ætlaði allt um koll að keyra og þeir veltu því fyrir sér hvað hefði klikkað. Måns mun sko ekki klikka í ár, það getið þið bókað, hann er sem stendur í 1. sæti í veðbönkunum (Oddschecker.com)!

Måns mun klárlega svífa inn í úrslitin þó líklega aðeins meira klæddur! Mynd: aftonbladet.se

Måns mun klárlega svífa inn í úrslitin þó að hann verði kannski ögn meira klæddur! Mynd: aftonbladet.se

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s