Yfirferð laga 2015 – 2/40 – Ungverjaland

Lag: Wars for nothing
Flytjandi: 
Boggie
Hvenær: Fyrri forkeppni 19. maí 

Baksagan
Boogie er sigurvegari A Dal-keppninnar sem haldin var í 24. skiptið í ár. Meðal annarra keppenda var hin stórkostlega Kati Wolf sem allir aðdáendur kannast við frá því í keppninni 2010. Boggie mætti með friðarboðskapinn í laginu sem hún samdi ásamt fleirum og var að sögn mjög mikið undir áhrifum frá ástandinu í Úkraínu en löndin tvö eiga landamæri hvort að öðru og Boggie á ættingja þar. Hún segir þó sjálf að skírskotun lagsins eigi við um alla heimsbyggðina þar sem stríð geisa. Boggie var staðráðin í að vinna keppina og valdi gaumgæfilega lag á ensku fyrir þátttöku í A Dal. Í sviðsetningu lagsins birti Boggie svipmyndir frá stríðsátakasvæðum en vegna sterkra viðbragða í Ísrael mun hún láta vera að sýna myndir frá Gaza.

Boggie er þekkt í heimalandinu og þegar hún gaf út lagið Parfum árið 2013 öðlast hún heimsfrægð; ekki síst fyrir myndbandið sem er heilmikil ádeila á kröfurnar sem settar eru á fólk til að vera „samþykkt“ í heimi útlitsdýrkunar:

Álit Hildar
Í fyrstu yfirferðunum mínum yfir lögin var þetta eitt af mjög fáum sem gripu athygli mína. Og núna bara elska ég þetta lag! Klárlega eitt af þeim sem ég mun hlusta á þegar keppninni líkur og jafnvel taka í upphafi eins góðs júróvision karíókíkvölds hjá FÁSES eða sem síðasta lag í útilegunni í sumar. Alla jafna þykir mér þó friðarboðskapur í júróvision lögum ekkert sérstakur en kannski er það af því hann virðist oftast koma frá Ísrael eða Rússlandi. Það má þó ekki gleyma besta friðarboðskap allra tíma í júróvision, sjálfu Ein bisschen Frieden, það er löngu orðið klassík eftir það kom sá og sigraði á sínum tíma. Kannski er Boggie ekki með sigurlag en gott er það samt!

Álit Eyrúnar
Ekki beint hresst en látlaus og einföld laglína (við getum kannski tengt þetta við Ég á líf). Á hinn bóginn er hún helst til of látlaus og mér finnst vanta allt ris í þetta framlag. Bogga greyið er frambærilegasta söngkona en ég er mjög hrædd um að þetta eigi ekki eftir að ná mjög langt, ef það kemst í aðalkeppnina yfir höfuð.

Möguleikar
Ungverjar eru einkar lítið vinsælir í keppninni (MiðEvrópu-heilkennið?) en á síðasta ári stormaði András Kállay-Saunders með þá í 5. sæti aðalkeppninnar (sem hafði ekki gerst frá því að þeir tóku fyrst þátt 1994). Þá söng hann líka lag með alvarlegum undirtón svo kannski eru bara skilaboðin nýja glimmerið í júrovision. Ungverjar eru eins og stendur í 23. sæti í veðbankanum (Oddschecker.com) og enn getur margt gerst!

Áfram baráttusinnar – Boggie er ykkar kona! Via wiwibloggs.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s