Yfirferð framlaga 2015 – 3/40 – Tékkland

Lag:  Hope never dies
Flytjandi: Marta Jandová og Václav Noid Bárta
Hvenær: Seinni undankeppni 21. maí

Baksagan
Stuðst var við innbyrðis val á lagi og flytjendum. Marta er risastjarna í Tékklandi og bjó í Þýskalandi í 10 ár en þar hefur hún hefur gert garðinn frægan í Bundesvision, keppni Stefans Raab sem miðar að því að auka veg og virðingu þýskrar tónlistar. Þar sigraði hún árið 2007 ásamt rokksveit sinni Die Happy sem hefur verið starfandi frá árinu 1994.

Václav er ungverskur rokkari sem hefur spreytt sig í söngleikjapoppi á borð við Jesus Christ Superstar en á þó rætur að rekja í rokksveitina Noid. Með flutningi flutningi á laginu í júrovision er hann því komin svolítið langt frá rokkrótunum.

Þrátt fyrir að vera bæði rokkhundar þá koma þau dálítið hvort úr sínum heiminum, Marta þekkir vel Júrókúltúrinn í Þýskalandi á meðan Václav kemur úr umhverfinu í Prag þar sem Eurovision er kannski ekki alveg málið. Lagið sjálft er í rauninni vals í grunninn, en með frekar lummulegu viðlagi – alveg spurning hvort þetta verður skelfing eða snilld!

Álit Hildar
Lagið er bara enn ein ballaðan í þessari keppni og mér finnst hálf undarlegt að sjá þessa tvo rokkara syngja væmna ballöðu, sem er ekki einu sinni sérstaklega góð! Það má vissulega halda því fram að Václav sé kyntröll og hress er hann á sviði sem og Marta en þetta er eitthvað ekki að gera sig fyrir mig allt saman. Má ég frekar bara biðja þau um að syngja eitt alvöru rokklag!

Álit Eyrúnar
Æ, þetta lag! Og þessi trjádrumbur sem Václav er – ég veit vel að allir/allar eru að missa sig yfir kynþokkanum í þessum rumi, sjáiði bara upphandleggina! En ég get hann ekki – þegar hann stynur þessu út úr sér fæ ég bara hroll, og ekki góðan! Lagið og flutningurinn minnir mig á slæmt Evanescense-wanna be. Vissulega eitt besta framlag Tékka en ég fæ algjöran kjánahroll…

Möguleikar
Tékkar gerðust svo frægir að hljóta ekki eitt einasta stig síðast þegar þeir kepptu með Aven Romale (2009) svo að allt er betra en það! Sem stendur eru þeir í 38. sæti í veðbankanum (Oddschecker.com). Líkurnar eru nú samt ekki beint með þeim – líklega verða margir að poppa og undirbúa sig fyrir gyllta drenginn sem kemur á eftir þeim – en aftur á móti gæti Evrópa kokgleypt við þessu en það kæmi okkur stórkostlega á óvart!

Jújú, þau eiga eftir að blasta á okkur, blessuð!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s