Yfirferð framlaga 2015 – 1/40 – Þýskaland

Tími er til kominn að fara að spá og spegúlera í þeim framlögum sem keppa í ár. Eftir fimm ár þykir okkur tími til kominn að breyta aðeins til og við ætlum því að fara yfir lögin í 40 færslum – eða jafn mörgum og framlögin eru. Yfirferðin verður í öfugri stafrófsröð (af því við erum svo flippaðar…) og er það því Þýskaland sem ríður á vaðið.

Lag: Black Smoke
Flytjandi: Ann Sophie
Hvenær: Aðalkeppnin 23. maí

Baksagan
Ef það er ekki smá drama þá heitir það ekki Eurovision! Þýska keppnin leit út fyrir að verða bara venjubundin og ekkert súperáhugaverð í ár. Andreas Kummert var sigurstranglegur og í uppáhaldi hjá aðdáendum og Ann Sophie var valin inn sem Leifur heppni (wild card) í Clubkonzert-útsláttarforkeppninni. Þar söng hún lagið „Jump the gun“ snilldarlega og heillaði alla upp úr skónum:

Þau Andreas og Ann Sophie öttu svo kappi í þriðja útsláttarhringnum í aðalkeppninni Unser star fur Österreich og stóðu uppi í lokaeinvíginu, hvort gengt öðru. Eins og við vitum svo stóð Andreas uppi sem sigurvegari eftir síma- og dómarakosningu en þegar á hólminn er komið hafnaði hann því að fara fyrir hönd Þýskalands til Vínar. Ann Sophie var því á staðnum tilnefnd sem fulltrúi Þýskalands og flytur lagið „Black Smoke“.

Álit Eyrúnar
Það þarf pínu bein í nefið til að klára dæmið og taka við pálmanum eftir að hafa sætt sig við 2. sætið – í beinni útsendingu! Og Amy Winehouse-lookalikeinn A.S. púllar það sko alveg. Hún er þrælsviðsvön (annars hefði hún ábyggilega ekki getað stigið á sviðið eftir allt dramað og neglt flutninginn á Black Smoke), hefur skemmtilega útgeislun og pínu Lenu-lega rödd – og framburð. Ég fíla hana í botn þó að lagið sé kannski ekki það allra besta. Performansinn verður í öllu falli góður og það er fyrir mestu!

Álit Hildar
Sko, lagið er ekkert alslæmt, pínu endurunnið efni úr báðum framlögunum hennar Lenu frá 2010 og 2011 en það er ekkert slæmt, júróvision bíður örugglega upp á umhverfisvænasta popp í heimi enda allt meira og minna endurunnið. A.S. er svo þrusu söngkona og henni leiðis ekki á sviðinu, það sést langar leiðir hvað hún hefur gaman að þessu. Allt hljómar þetta alveg þokkalega jákvætt en ég get ekki orða bundist um stílinn á fröken A.S. á sviðinu í Þýskalandi. Ef Ronju kjólinn hennar Maríu okkar gerir hana barnalega þá gerði múdering hennar A.S. hana að barni í fullorðinsleik! Þessi unga flotta kona sem koma fram í töff rauðum samfesting (ok með sömu hárgreiðsluna) þegar hún söng fyrra lagið sitt, Jump the gun, í USFÖ, leit út eins og lítil stelpa í fötum af mömmu sinni þegar hún söng sigurlagið Black smoke. Jakkinn var nokkrum númerum of stór, hárgreiðsla hefði sómað sér betur á Emily Gilmore á fjáröflunarsamkomu, eyrnalokkarnir voru í engu samræmi við jakkann og skórnir litu út fyrir að vera fermingarskór af stóru systur. Ég krosslegg því bara fingur og segi plís um að stílistinn hafi verið rekinn og einhver aðeins meira töff hafi verið ráðinn í staðinn!

Möguleikar
Eins og stendur er Þýskaland í 34. sæti í veðbönkum (Oddschecker.com) og alveg spurning hvernig það stendur þegar nær dregur keppninni. Ef margar ballöður raðast í aðalkeppnina vinnur það með Ann Sophie. Raddir heyrast að Þýskaland sé á leiðinni í svaðið aftur eftir að Stefan Raab er hættur að koma að USFÖ (með Lenu og Roman Lob) en drama er alltaf gott. Það verður hægt að byggja helling á þessu (svona út frá PR) í Vín, það er ljóst.

Varið ykkur, Ann Sophie ætlar að gleypa samkeppnina í sig á aðalkvöldi Eurovision. Og skilur okkur hin eftir í reyknum. Svarta reyknum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s