Úrslitin í Söngvakeppninni 2015 ljós!

pizap.com14240824059651Já, þetta var aldeilis fjör á laugardaginn! Gífurlega spennandi einvígi í lokin og mátti vart á milli sjá hvort atriðið myndi bera sigur úr býtum. Núna vitum við að 15.000 atkvæði skildu þau Maríu og Frikka að og við höfum eftir óstaðfestum heimildum að Sunday hafi verið þriðja í úrslitunum. RÚV kemur til með að kynna það á næstunni.

Við veðjuðum á röð þriggja efstu laganna hér í póstunum á undan:

Eyrún: 1. María, 2. Sunday, 3. Friðrik Dór
Hildur:  1. Sunday, 2. Friðrik Dór, 3. María

Hvorug okkar hafði 100% rétt fyrir sér með einvígið en Eyrún giskaði á réttan sigurvegara. Báðar höfðum við þó rétt fyrir okkur með lögin þrjú (þ.e.a.s. ef hinar óstaðfestu heimildir reynast traustar!) og sáttar við það 🙂

könnunÞið, lesendur síðunnar, fenguð líka séns á að spreyta ykkur og voruð ansi nærri lagi – höfðuð einvígið á hreinu og klárlega sigurvegarann! Greinilegt var þó að hin unga Elín Sif heillaði marga áhorfendur því að hún var í 3. sæti hjá lesendum AUJ, og skyldi engan undra. Við hlökkum a.m.k. mikið til að heyra af henni í framtíðinni!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s