SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS 2015: SPÁ HILDUR FYRIR ÚRSLITIN

123Rétt eins og hjá Eyrúnu er fiðringurinn að magnast spennast og fiðringurinn núna þegar úrslitin nálgast með hverjum klukkutímanum. Hér birtir Hildur sína spá fyrir kvöldið:

Keppnin í ár er kannski örlítið óvenjuleg að því leiti að það er ekkert lag af sama meiði að keppa. Það gerir spánna örlítið erfiðari en oft áður þegar hið óvenjulega bætist ofan á mörg góð lög sem keppa. Þar að auki eru umdeildir flytjendur í keppninni í ár, ýmist sem fólk elskar eða elskar að hata innan um minna þekkta listarmenn sem enn eiga eftir að finna sig hjá almenningi. En hefjum leikinn!

Röðun laga:

Það er oft talið að það sé betra að vera fyrr en seinna á svið í júróvision. Það er líklega alveg rétt í stóru keppninni úti þegar 15-25 lög eru að keppa á einu og sama kvöldinu. Ég er ekki eins viss að það skipti höfuð máli þegar kemur að keppninni hér heima þegar eingöngu sjö lög stíga á svið. Það er bara minna að gleyma!  Í ljósi þess og eftir að hafa heyrt ensku útgáfurnar hjá þeim sem það hafa kosið (þó bara í órafmagnaðir útgáfu) þá spái ég því að þrjú efstu sæti fari svona:

3. sæti: María Ólafsdóttir – Unbroken

2. sæti: Friðrik Dór – Once again

1. sæti: SUNDAY – Feathers

Það má þó ekki vanmeta mátt einlægninar og einfaldleikans sem er að finna í laginu hennar Elínar, Dance slow, og gæti hún blandað sér í toppbaráttuna. Þó verðbankar hafi spáð Birni og félögum góðu gengi tel ég litlar líkur á því, um er að ræða sæti í 60. keppni júróvision og ég held að fólkið í landinu og dómnefndir vilji eitthvað meira en klisjukennt ,,ekki grín“. Þó Daníel Óliver eigi eina poppslagarann í keppninni þá tel ég að sviðsetning sé ekki nægilega grípandi til að fleyta þeim áfram ásamt því að það vekur upp hjá mörgum ákveðin kjánahroll að sjá atirðið sem minnir meira á skemmtiatirði á árshátíð en eitthvað sem hentar vel fyrir framan 100 milljónir sjónvarpsáhorfenda. Í lokin tel ég Milljón augnablik horfði hreinlega ekki nægilega vel til áhorfenda ásamt því að sviðsetning og Haukur komu ekki sérlega vel út í sjónvarpið þó hafi verið magnað að sjá þau live í Háskólabíói. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s