SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS 2015: SPÁ EYRÚNAR FYRIR ÚRSLITIN!

EyrúnogBonnieHressleikinn og fiðringurinn er farinn að gera viðvart við sig og þá veit maður að Söngvakeppnin er á næsta leiti.Söngvakeppnisdagurinn er alltaf mikið tilhlökkunarefni og loftið byrjað að titra af spenningi, og það er ekki bara eftir að hafa hrist alla skanka í Eurovision-zumba í Reebok Fitness! 🙂 Hér birtist spá Eyrúnar fyrir kvöldið:

Það er alltaf hægt að spá og spekúlera heilmargt í kringum framlögin í Söngvakeppninni og flestir eru sammála um að í ár sé keppnin óvenjusterk. Margir eru kallaðir til og flestir vilja komast alla leið og hafa lagt talsvert á sig, kynnt sig í skólum og þar fram eftir götunum. 

Röðun laga

Fyrsti hluti kosningar er blönduð símakosning og dómnefndarkosning eins og áður hefur verið. Stóri wow-faktorinn hér er að mínu mati að nú þegar hafa lögin verið gefin út í lokaútgáfunni sem gerðist á sviðinu í fyrra og gekk svona la-la fyrir sig. Nú er þetta alvöru og enskar útgáfur þeirra laga sem eiga að vera á ensku hafa verið gefnar út. Þetta þýðir líka að skemmtunin við að sjá lokaútgáfuna á sviðinu í Háskólabíói verður ekki endurtekning frá undankvöldunum (alveg eins). Þetta er áhugavert twist. Svona tel ég að röð þriggja efstu verði:

3. sæti: Friðrik Dór (Once Again)

2. sæti: SUNDAY (Feathers)

1. sæti: María Ólafs (Unbroken)

Þessi fjögur lög; Once Again, Unbroken, Feathers og Dance Slow eru öll hnífjöfn finnst mér á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum ber mjög mikið á þeim öllum. Reyndar líka Birni Jörundi en þegar á hólminn er komið held ég ekki að fólk kjósi hann – samkeppnin um sæti út til Vínar er einfaldlega of hörð. Hér held ég að baklandið skipti mjög miklu máli og hver hefur náð að kynna sig sem best – en ekki síður hvern fólk er tilbúið að kjósa til Vínar og hverjum fólki treystir til að flytja gott lag á pottþéttan hátt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s