Möguleikar í úrslitum: Milljón augnablik

Haukur í undankeppninni á laugardaginn var. Mynd: mbl.is

Haukur í undankeppninni á laugardaginn var. Mynd: mbl.is

Síðastur á sviðið á lokakvöldi Söngvakeppninnar á laugardaginn verður Haukur Heiðar með Milljón augnablik. Hann var ekki kjörinn áfram í símakosningu heldur á wild-card-atkvæði dómnefndar.

Kostir:

  • Hressilegt lag sem lokar kvöldinu á góðan hátt.
  • Stemmingin í laginu minnir á Sigurrós sem er mjög góð tenging og píanólínan er nokkuð snjöll.
  • Haukur er þekktur flytjandi og hefur útgeislun á sviðinu.

Gallar:

  • Nokkuð ágengt lag.
  • Haukur á erfitt með að ná til áhorfenda í gegnum sjónvarpsskjáinn.
  • Atriðið er ekki nógu vel útfært fyrir sjónvarpsmyndavélarnar.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Þrátt fyrir að lagið sé síðast á svið (sem telst vera gullið sæti) teljum við möguleika þess frekar litla í úrslitakeppninni. Lagið er nokkuð flókið og svolítið ágengt og eftir öll huggulegheitin á undan kann það að verða til þess að lagið fari í taugarnar á fólki. 

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Möguleikarnir í stóru keppninni gætu orðið einhverjir þar sem Sigurrósar-effektinn höfðar til útlendinga (sem og líkurnar á tengslum við lag Jónsa Sticks and Stones). Engu að síður er lykillinn að ná í gegnum skjáinn til áhorfenda og Haukur þarf að bæta sig talsvert þar. Lagið er líka bara ekki verulega grípandi við fyrstu hlustun.  

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s