Möguleikar í úrslitum: Í síðasta skipti

Friðrik Dór í Háskólabíói. Mynd: ruv.is

Friðrik Dór í Háskólabíói. Mynd: ruv.is

Næstsíðastur á sviðið á laugardaginn verður Friðrik Dór með ballöðuna sína, Í síðasta skipti. Hann var valinn áfram á fyrra undankvöldinu.

Kostir:

  • Grípandi laglína sem festist vel í minni – leikskólabörn syngja með!
  • Lagið er flutt af einlægni, svo mikið er víst.
  • Sviðsetning er einföld sem beinir athygli að laginu sjálfu.

Gallar:

  • Ekki hægt að stóla á öruggan flutning.
  • Endir lagsins kemur of snögglega og ekki endilega ljóst að lagið sé búið!
  • Ekki mæta í röndóttu í sjónvarpið!!!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Hér höfum við dálítlar áhyggjur af enskunni. Fólk er ekki vant að heyra Frikka syngja á ensku og það gæti hljómar undarlega fyrir suma. Möguleikarnir verða þrátt fyrir allt að teljast verulegir, aðalega fyrir þær sakir að Frikki Dór er að flytja lagið. Hann er gríðarlega vinsæll í stórum hópum og er búinn að túra grunn- og framhaldsskólana.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Þar sem Frikki er hvorki þekktur í aðdáendaheimi Eurovision né almennt út fyrir landssteinana verður hann að ná að heilla marga til að ná langt í keppninni. Þar þarf einlægnin og ákveðin auðmýkt að vera til staðar en flutningurinn verður að vera 100% líka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s