Möguleikar í úrslitum: Í kvöld/Dance Slow

Elín í Háskólabíói. Mynd: bleikt.is

Elín í Háskólabíói. Mynd: bleikt.is

Fimmta á svið á laugardaginn kemur verður Elin Sif með lagið sitt, Í kvöld/Dance Slow. Hún komst áfram á fyrra undankvöldinu og við skulum skoða möguleika hennar í úrslitunum.

Kostir:

  • Einlægur flutningur og fallegt lag.
  • Einföld sviðsetning sem heillar auðveldlega.
  • Lagið sker sig frá öðrum lögum í keppninni.

Gallar:

  • Kannski er lagið of einfalt.
  • Einhverjum kann að finnast Elín of ung fyrir stóra sviðið.
  • Textinn hefur farið e.t.v. farið fyrir brjóstið á þeim sem finnst þetta óviðeigandi fyrir svo unga stúlku.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Fyrir undankeppnirnar var þetta eitt af þeim lögum sem voru líkleg til að verða svarti pétur í úrslitunum. Hins vegar flaug það áfram í símakosningu sem segir okkur að landanum líkaði lagið. Maður fer oft langt á einlægninni og ekki er ósennilegt að Elín blandi sér í toppbaráttuna.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Möguleikarnir eru kannski ekki sérlega miklir í stóru keppninni. Hún kann að komast áfram í úrlstin, veltur mikið á hversu seint Ísland er á svið í undankeppninni og hverskonar lög Elín mun keppa við. Það má kannski segja að framsetning minni örlítið á Önnu Bergendahl sem keppti fyrir Svíþjóð 2010. Margir spáðu henni mjög góðu gengi en hún sat svo eftir með sárt ennið í undankeppninni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s