Möguleikar í úrslitum: Fjaðrir/Feathers

Sunday á sviði í Háskólabíói. Mynd: mbl.is

Sunday á sviði í Háskólabíói. Mynd: mbl.is

Skoðum nú möguleika næsta framlags í lokakeppni Söngvakeppninnar, lagsins Fjaðrir/Feathers með sveitinni Sunday. Þau stíga önnur á svið á laugardaginn kemur og komust áfram af síðara undankvöldi.

Kostir:

  • Ótrúlega ferskt og ljósár frá því að vera júróvisjónklisju-rafpopp.
  • Öruggur flutningur tryggður!
  • Margret Berger-lúkkið á Hildi er hæfilega kunnuglegt – án þess að verða halló – og kemur vel út.

Gallar:

  • Gæti verið of nýjungakennt fyrir keppnina.
  • Við finnum bara ekki fleiri galla enda elskum við lagið!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Möguleikarnir verða að teljast talsverðir þar sem lagið komst áfram í símakosningu en var ekki svarti pétur eins og margir áttu von á. Einnig má gera ráð fyrir að þetta lag höfði til dómnefndar sem mun hafa vægi á móti símakosningu á laugardaginn og það eykur því möguleikana. 

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Öðruvísi lögunum í Eurovision hefur gengið misvel. Þau þurfa að hafa eitthvað alveg sérstakt til að ná athygli en þróun síðustu ára hefur verið í þá átt að lög utan hefðbundinna ballaða eða júrópopps hafa gengið ágætlega í áhorfendur í Evrópu. Við teljum að lagið muni að minnsta kosti fleyta okkur inn í úrslitin en hvað gerist þar, erum við ekki jafn vissar um!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s