Tölfræðimoli um Söngvakeppnina

Screen Shot 2015-02-09 at 22.35.23 copy Það er gaman að velta fyrir sér skemmtilegum smáatriðum og fyndnum pælingum í aðdraganda lokakeppni Söngvakeppninnar 2015:

 • Söngvakeppnin hefur verið haldin með þessu sniði frá árinu 2006 en þá, eins og allir vita, tryllti Silvía Nótt lýðinn og skildi keppinautana eftir með sárt ennið – eða eins og hún sagði sjálf:  „Ég veit ég vinn fokkings úrslitin/Öll hin lögin hafa tapað“
 • Á þessum tæpu níu árum hefur skipting sigurvegaranna verið eftirfarandi: 3 sólósöngkonur, tveir sólósöngvarar, tvær karlagrúppur og tvö söngpör.
 • Frá árinu 2008 hafa öll framlög Söngvakeppninnar komist áfram úr undankeppni Eurovision og á aðalkvöldið.
 • Undankeppnafyrirkomulagið frá 2006 hefur verið eftirfarandi:
  • 2006-2007: þrjú undankvöld og lokakvöld,
  • 2008 voru alveg rosalega mörg Laugardagslög – 7 undankvöld bara eftir áramót, 11 talsins allt í allt + lokakvöld! 
  • 2009 fjögur undankvöld og lokakvöld,
  • 2010-2012: þrjú undankvöld og lokakvöld,
  • 2013-2015: tvö undankvöld og lokakvöld.
 • Tvö undanfarin ár hefur Söngvakeppnin endað á svokölluðum „super-final“ og slíkt verður einnig viðhaft í lokakeppninni á laugardaginn. Þá verður hrein úrslitakosning (símakosning) milli tveggja efstu framlaga eftir blandaða síma-og dómnefndarkosningu.
 • Í ár er í reglum keppninnar að framlögin skulu flutt á því máli á lokakvöldinu sem þeim væri ætlað að keppa á í Eurovision. Árin 2008-2010 var einnig leyft að syngja á ensku í lokakeppninni og það var sannarlega nýtt! 2008 voru 4 af 8 framlögum á ensku, 2009 voru 5 af 8 á ensku og 2010 voru 5 af 6 flutt á ensku!
 • Frá 2009 hafa sigurvegarar Söngvakeppninnar nákvæmlega jafnoft komið frá á fyrra/fyrsta eða síðara/síðasta undankvöldi Söngvakeppninnar:
  • 2009: 1. undankvöld – Jóhanna Guðrún
  • 2010: 3. undankvöld – Hera
  • 2011: 3. undankvöld – Vinir Sjonna
  • 2012: 1. undankvöld – Greta og Jónsi
  • 2013: 1. undankvöld – Eyþór Ingi
  • 2014: 2. undankvöld – Pollapönk
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s